Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 21:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira