Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 13:22 Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson. Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson.
Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52