Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 13:22 Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson. Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson.
Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52