4chan stofnandi ráðinn til Google Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 13:09 Chris Poole, stofnandi hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, var á dögunum ráðinn til Google. Mynd/Getty Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira