Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2016 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær. vísir/EPA „Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda. Flóttamenn Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Sjá meira
„Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda.
Flóttamenn Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Sjá meira