Erlent

150 féllu í drónaárás Bandaríkjamanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Al-Sjabab hafa reglulega gert mannskæðar árásir undanfarin ár með það fyrir augum að steypa ríkisstjórn Sómalíu af stóli.
Al-Sjabab hafa reglulega gert mannskæðar árásir undanfarin ár með það fyrir augum að steypa ríkisstjórn Sómalíu af stóli. Vísir/afp
Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir rúmlega 150 liðsmenn íslamistasamtakanna al-Sjabab hafa fallið í drónaárás Bandaríkjahers í Sómalíu um helgina. Árásin ku hafa beinst gegn þjálfunarbúðum samtakanna norðan höfuðborgarinnar Mogadishu.

Talsmaður ráðuneytisins segir árásina hafa heppnast vel og að Bandaríkin hafi búið yfir upplýsingum um að stór árás gegn liðsmönnum Bandaríkjahers og Afríkusambandsins í Sómalíu hafi verið yfirvofandi.

Al-Sjabab, samtök með tengsl við al-Kaída, voru hrakin úr Mogadishu árið 2011 af friðargæsluliðum Afríkusambandsins en hafa síðan þá reglulega gert mannskæðar árásir með það fyrir augum að steypa ríkisstjórn Sómalíu af stóli.


Tengdar fréttir

Vilja að Afríkuríkin leggi meira af mörkum varðandi flóttamannavandann

Leiðtogafundur Evrópuríkja og Afríkuríkja hefst á Möltu í dag þar sem flóttamannastraumurinn til Evrópu verður ræddur. Sky News greina frá því að Evrópuþjóðirnar ætli að bjóða Afríkuríkjum aðgang að sjóði upp á tæpa tvo milljarða evra, fáist þeir til gera sitt til að draga úr straumi flóttamanna og gera meira meira í málefnum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×