Fótbolti

Buffon neitar enn að fá á sig mark | Emil ónotaður varamaður í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Buffon hélt hreinu í níunda deildarleiknum í röð.
Buffon hélt hreinu í níunda deildarleiknum í röð. vísir/epa
Mörk frá Andrea Barzagli og Mario Lemina tryggðu Juventus 0-2 sigur á Atalanta í ítölsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Þetta var sautjándi sigur Juventus í síðustu 18 leikjum en liðið hefur verið hreint óstöðvandi undanfarna mánuði. Þá hélt Gianluigi Buffon marki Juventus hreinu í níunda leiknum í röð í dag.

Juventus situr í toppsæti ítölsku deildarinnar með 64 stig, þremur stigum á undan Napoli.

Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Udinese tapaði 2-0 fyrir Frosinone á útivelli. Emil og félagar eru í 16. sæti með 30 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Sassuolo lagði AC Milan að velli, 2-0, á heimavelli sínum. Þetta var þriðji sigur Sassuolo í röð en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig, þremur stigum á eftir Milan sem er í sætinu fyrir ofan.

Úrslit dagsins:



Atalanta 0-2 Juventus

0-1 Andrea Barzagli (24.), 0-2 Mario Lemina (86.).

Frosinone 2-0 Udinese

1-0 Daniel Ciofani (12.), 2-0 Leonardo Blanchard (60.).

Sassuolo 2-0 Milan

1-0 Alfred Duncan (27.), 2-0 Nicola Sansone (72.).

Rautt spjald: Gregoire Defrel, Sassuolo (77.).

Torino 1-1 Lazio

1-0 Andrea Belotti (12.), 1-1 Lucas Biglia, víti (78.).

Bologna 0-0 Carpi

Genoa 1-0 Empoli

1-0 Luca Rigoni (48.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×