Erlent

Útganga Bretlands úr ESB yrði sem eitur fyrir efnahag heimsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands vísir/getty
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi virka eins og „eitur“ á efnahagslífið, og ekki aðeins í Bretland og Evrópu, heldur í heiminum öllum.

Bretar munu kjósa um það hvort þeir yfirgefi ESB eða ekki þann 23. júní næstkomandi.

Afar skiptar skoðanir eru um aðild þjóðarinnar að sambandinu en David Cameron, forsætisráðherra, ferðast nú um landið og hvetur almenning til að kjósa gegn tillögunni um að Bretland yfirgefi ESB. Flokksbróðir Cameron, Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, er hins vegar ákafur stuðningsmaður þess að Bretar gangi úr ESB.

Í liðinni viku vöruðu fjármálaráðherrar G20 ríkjanna við því að Bretar færu úr sambandinu og sögðu afleiðingarnar geta orðið áfall fyrir heiminn allan. Schäuble ítrekaði þessar viðvaranir í viðtali á BBC í dag.

„Við myndum sjá fram á fjölda ára þar sem afar erfiðar samningaviðræður stæðu yfir, og það yrði mjög erfitt fyrir Evrópusambandið. Vegna þessa myndum við búa við mikið óöryggi sem myndi virka eins og eitur á efnahagslífið í Bretlandi, Evrópu og í raun heiminum öllum,“ sagði Schäuble.


Tengdar fréttir

Boris vill að Bretar yfirgefi ESB

Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×