Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2016 19:45 Kortið sýnir líklegan gosstað og leið hlaupsins þann 13. júlí árið 2011 um Hamarslón, Hágöngulón og niður til Þórisvatns. Grafík/Tótla. Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss sem talið er hafa orðið undir vestanverðum Vatnajökli. Þetta bendir til að eldgos geti orðið undir jöklum hérlendis án þess að vísindamenn né almannavarnir átti sig á atburðinum fyrr en eftirá. Frétt Stöðvar 2 í kvöld um málið má sjá hér. Í júlímánuði fyrir fimm árum snerust allar fréttir um Kötluhlaup úr Mýrdalsjökli sem sópaði burt brúnni yfir Múlakvísl og lokaði hringveginum skammt austan Víkur þann 9. júlí. Annað stórhlaup hvarf hins vegar alveg í skuggann af atburðinum á Mýrdalssandi en það brast á fjórum dögum síðar, þann 13. júlí, undan vestanverðum Vatnajökli. Flóðbylgjan, sem mældist 2.200 rúmmetrar á sekúndu, sexfalt rennsli Ölfusár, fór í Hamarslón, síðan í Hágöngulón, niður Köldukvísl, um Sauðafellsslón og niður í Þórisvatn. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hækkaði um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Leiðigarðar sópuðust burt við Hágöngulón en hvorki brýr né stíflur skemmdust. Hér má sjá myndskeið sem var tekið daginn eftir.Flogið var yfir svæðið daginn eftir og sáust þá nýir katlar. Mikil aska var á jöklinum eftir Grímsvatnagos tveimur mánuðum áður.Mynd/Oddur Sigurðsson.Daginn eftir, þegar flogið var yfir Vatnajökul, náði Oddur Sigurðsson jarðfræðingur ljósmyndum af tveimur nýjum sigkötlum við Hamarinn og lýsti þá grunsemdum sínum um að þarna hefði orðið eldgos. Einnig var tekið myndband af sigkötlunum. „Það er ekkert útilokað, eða jafnlíklegt, að þar hafi orðið smágos sem hafi orsakað þennan atburð,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að enn sé verið að rannsaka hvort gos hafi orðið við Hamarinn sumarið 2011, meðal annars sé búið að fara yfir svæðið með íssjá og verið að vinna úr gögnum.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þessi atburður rifjast upp nú þegar vísindamenn eru smámsaman að átta sig á að sennilega hafi orðið fjögur eldgos undir Vatnajökli í tengslum við gosið í Holuhrauni. En getur verið að eldgos undir jökli geti farið framhjá mönnum á Íslandi í dag? „Ég held að okkur vanti allar forsendur til að draga þær ályktanir. Ég held að það sé ekki þannig. Ég held að við vitum um flest gos. En þetta eru mjög áhugaverðir hlutir og það er margt í náttúru Íslands sem við skiljum ekki eins vel og við vildum skilja.“Sigketill við Hamarinn í júlí 2011. Varð eldgos þarna undir? Jökullinn er svartur af ösku Grímsvatnagoss fyrr um vorið.Mynd/Oddur Sigurðsson.Magnús Tumi telur þó ekki að Kötluhlaupið sem braut brúna yfir Múlakvísl sumarið 2011 hafi orsakast af eldgosi. „Flest bendir til að sá atburður hafi verið jarðhitavirkni.“Brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt af hringveginum í Kötluhlaupinu þann 9. júlí 2011. Varð þá lítið eldgos i Kötlu?Mynd/Þórir Kjartansson Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Stíflum á Þjórsársvæðinu ekki talin stafa ógn af hamfarahlaupum Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. 14. júlí 2011 20:15 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss sem talið er hafa orðið undir vestanverðum Vatnajökli. Þetta bendir til að eldgos geti orðið undir jöklum hérlendis án þess að vísindamenn né almannavarnir átti sig á atburðinum fyrr en eftirá. Frétt Stöðvar 2 í kvöld um málið má sjá hér. Í júlímánuði fyrir fimm árum snerust allar fréttir um Kötluhlaup úr Mýrdalsjökli sem sópaði burt brúnni yfir Múlakvísl og lokaði hringveginum skammt austan Víkur þann 9. júlí. Annað stórhlaup hvarf hins vegar alveg í skuggann af atburðinum á Mýrdalssandi en það brast á fjórum dögum síðar, þann 13. júlí, undan vestanverðum Vatnajökli. Flóðbylgjan, sem mældist 2.200 rúmmetrar á sekúndu, sexfalt rennsli Ölfusár, fór í Hamarslón, síðan í Hágöngulón, niður Köldukvísl, um Sauðafellsslón og niður í Þórisvatn. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hækkaði um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Leiðigarðar sópuðust burt við Hágöngulón en hvorki brýr né stíflur skemmdust. Hér má sjá myndskeið sem var tekið daginn eftir.Flogið var yfir svæðið daginn eftir og sáust þá nýir katlar. Mikil aska var á jöklinum eftir Grímsvatnagos tveimur mánuðum áður.Mynd/Oddur Sigurðsson.Daginn eftir, þegar flogið var yfir Vatnajökul, náði Oddur Sigurðsson jarðfræðingur ljósmyndum af tveimur nýjum sigkötlum við Hamarinn og lýsti þá grunsemdum sínum um að þarna hefði orðið eldgos. Einnig var tekið myndband af sigkötlunum. „Það er ekkert útilokað, eða jafnlíklegt, að þar hafi orðið smágos sem hafi orsakað þennan atburð,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að enn sé verið að rannsaka hvort gos hafi orðið við Hamarinn sumarið 2011, meðal annars sé búið að fara yfir svæðið með íssjá og verið að vinna úr gögnum.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þessi atburður rifjast upp nú þegar vísindamenn eru smámsaman að átta sig á að sennilega hafi orðið fjögur eldgos undir Vatnajökli í tengslum við gosið í Holuhrauni. En getur verið að eldgos undir jökli geti farið framhjá mönnum á Íslandi í dag? „Ég held að okkur vanti allar forsendur til að draga þær ályktanir. Ég held að það sé ekki þannig. Ég held að við vitum um flest gos. En þetta eru mjög áhugaverðir hlutir og það er margt í náttúru Íslands sem við skiljum ekki eins vel og við vildum skilja.“Sigketill við Hamarinn í júlí 2011. Varð eldgos þarna undir? Jökullinn er svartur af ösku Grímsvatnagoss fyrr um vorið.Mynd/Oddur Sigurðsson.Magnús Tumi telur þó ekki að Kötluhlaupið sem braut brúna yfir Múlakvísl sumarið 2011 hafi orsakast af eldgosi. „Flest bendir til að sá atburður hafi verið jarðhitavirkni.“Brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt af hringveginum í Kötluhlaupinu þann 9. júlí 2011. Varð þá lítið eldgos i Kötlu?Mynd/Þórir Kjartansson
Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Stíflum á Þjórsársvæðinu ekki talin stafa ógn af hamfarahlaupum Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. 14. júlí 2011 20:15 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02
Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00
Stíflum á Þjórsársvæðinu ekki talin stafa ógn af hamfarahlaupum Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. 14. júlí 2011 20:15
Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05