Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 12:13 „Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. vísir/getty Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17. Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17.
Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00