Erlent

Faðir R2-D2 fallinn frá

Bjarki Ármannsson skrifar
Vélmennið geðþekka R2-D2 nýtur vinsælda um heim allan.
Vélmennið geðþekka R2-D2 nýtur vinsælda um heim allan. Vísir/EPA
Tony Dyson, maðurinn sem setti saman upphaflegu útgáfuna af vélmenninu R2-D2 úr Stjörnustríðskvikmyndabálknum, er látinn 68 ára að aldri. Hann lést af eðlilegum orsökum á maltnesku eyjunni Gozo.

Dyson gerði átta vélmenni til að nota í tökum á fyrstu þremur Stjörnustríðsmyndunum. Síðar sagði hann tímann sem hann vann að myndunum eitt skemmtilegasta tímabil lífs síns.

Dyson var leikfangaframleiðandi þegar hann var fenginn til verksins. Hann vann að nokkrum öðrum stórmyndum á ferlinum, meðal annars myndum um Ofurmennið og njósnarann James Bond.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×