Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 15:30 Benteke sýndi mikið öryggi á vítapunktinum. Vísir/Getty Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Belginn kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og á fjórðu mínútu í uppbótartíma braut Damien Delaney klaufalega á honum innan vítateigs og Andre Mariner, dómari leiksins, benti á punktinn. Benteke tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool öll stigin þrjú. Með sigrinum komust lærisveinar Jürgens Klopp upp í 7. sæti deildarinnar. Á meðan Liverpool hefur unnið þrjá leiki í röð gengur ekkert hjá Palace sem hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 19. desember á síðasta ári. Lærisveinar Alans Pardew eru í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, níu stigum frá fallsæti. Palace-menn voru í kjörstöðu til að vinna langþráðan sigur en köstuðu þeim möguleika frá sér í seinni hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir með föstu skoti á 48. mínútu og eftir rúman klukkutíma fauk James Milner af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. En brottvísunin hleypti nýju lífi í lið Liverpool sem spilaði mun betur einum færri en þegar jafnt var í liðum. Á 72. mínútu átti Alex McCarthy, markvörður Palace, skelfilegt útspark, beint á Roberto Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin í 1-1. Þetta var áttunda deildarmark Firminos en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Alberto Moreno var svo hársbreidd frá því koma Liverpool yfir en skot Spánverjans small í stönginni. Í uppbótartíma var svo komið að þætti Benteke eins og áður sagði.Crystal Palace 1-0 Liverpool Milner sendur í sturtu Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Belginn kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og á fjórðu mínútu í uppbótartíma braut Damien Delaney klaufalega á honum innan vítateigs og Andre Mariner, dómari leiksins, benti á punktinn. Benteke tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool öll stigin þrjú. Með sigrinum komust lærisveinar Jürgens Klopp upp í 7. sæti deildarinnar. Á meðan Liverpool hefur unnið þrjá leiki í röð gengur ekkert hjá Palace sem hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 19. desember á síðasta ári. Lærisveinar Alans Pardew eru í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, níu stigum frá fallsæti. Palace-menn voru í kjörstöðu til að vinna langþráðan sigur en köstuðu þeim möguleika frá sér í seinni hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir með föstu skoti á 48. mínútu og eftir rúman klukkutíma fauk James Milner af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. En brottvísunin hleypti nýju lífi í lið Liverpool sem spilaði mun betur einum færri en þegar jafnt var í liðum. Á 72. mínútu átti Alex McCarthy, markvörður Palace, skelfilegt útspark, beint á Roberto Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin í 1-1. Þetta var áttunda deildarmark Firminos en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Alberto Moreno var svo hársbreidd frá því koma Liverpool yfir en skot Spánverjans small í stönginni. Í uppbótartíma var svo komið að þætti Benteke eins og áður sagði.Crystal Palace 1-0 Liverpool Milner sendur í sturtu Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira