Syngja um huldar verur við kertaljós Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2016 10:15 Rannveig, Erla og Hrönn hlakka til tónleikanna. Vísir/Ernir „Við ætlum að töfra fram yfirnáttúrulegar verur á borð við álfa, tröll, skrímsli, vatnaverur og drauga með tali og seiðandi tónum við kertaljós í einskonar baðstofustemmningu.“ Þannig lýsir Erla Björg Káradóttir söngtónleikum sem hún og systir hennar Rannveig halda í Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun sunnudag, klukkan 17. Þar ætla þær að flytja lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarsson, jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Clöru og Róbert Schumann, Grieg, Duparc, Menotti, Gounod og fleiri. Hrönn Þráinsdóttur leikur með þeim á píanó. „Við ákváðum að syngja eitthvað sem okkur þætti skemmtilegt og vorum búnar að velja óskalög, hvor fyrir sig,“ segir Erla. „Ég veit ekki hvernig það gerðist en allt í einu vorum við komnar á kaf í bakgrunninn á þessum lögum, sérstaklega systir mín sem býr í London. Hún fann fallegar náttúrumyndir til að varpa upp á vegg meðan við syngjum og segjum sögur, enda tengist trúin á óræð öfl yfirleitt náttúrunni.“ Auk þess að syngja um íslenska álfa bregða þær systur sér til Svartfjallalands þar sem veiðimaður sér undurfagra álfamey koma út úr kletti og verður aldrei samur. Þær túlka söguna af Pétri Gaut eftir Ibsen sem bæði Grieg og Hjálmar H. Ragnarsson hafa gert tónlist við. Vatnaverur á borð við Loreley koma við sögu og meira að segja Kölski. Erla kveðst ætla að flytja aríu Steinunnar út Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson sem mjög sjaldan heyrist. Hún hlær að spurningunni um hvort séra Jóna Hrönn viti af þessu kölskadæmi? „Nei, þá hefðum við örugglega ekki fengið inni í safnaðarheimilinu, þó við séum báðar fyrrverandi sunnudagskólakennarar!“ Eftir að hafa útskrifast úr söng hér heima segir Erla þær systur báðar hafa haldið út í heim í framhaldsnám, hún til Salzburg í Austurríki og Rannveig til Ítalíu. „Ég er komin heim og er virk í Íslensku óperunni en Rannveig lauk MA námi í London og býr þar núna. Hún er bara í stuttu stoppi hér heima, búin að krækja sér í tenor þarna úti svo hún fer víst fljótlega aftur! En við erum sópransystur og búnar að syngja saman frá því við vorum litlar.“ Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við ætlum að töfra fram yfirnáttúrulegar verur á borð við álfa, tröll, skrímsli, vatnaverur og drauga með tali og seiðandi tónum við kertaljós í einskonar baðstofustemmningu.“ Þannig lýsir Erla Björg Káradóttir söngtónleikum sem hún og systir hennar Rannveig halda í Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun sunnudag, klukkan 17. Þar ætla þær að flytja lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarsson, jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Clöru og Róbert Schumann, Grieg, Duparc, Menotti, Gounod og fleiri. Hrönn Þráinsdóttur leikur með þeim á píanó. „Við ákváðum að syngja eitthvað sem okkur þætti skemmtilegt og vorum búnar að velja óskalög, hvor fyrir sig,“ segir Erla. „Ég veit ekki hvernig það gerðist en allt í einu vorum við komnar á kaf í bakgrunninn á þessum lögum, sérstaklega systir mín sem býr í London. Hún fann fallegar náttúrumyndir til að varpa upp á vegg meðan við syngjum og segjum sögur, enda tengist trúin á óræð öfl yfirleitt náttúrunni.“ Auk þess að syngja um íslenska álfa bregða þær systur sér til Svartfjallalands þar sem veiðimaður sér undurfagra álfamey koma út úr kletti og verður aldrei samur. Þær túlka söguna af Pétri Gaut eftir Ibsen sem bæði Grieg og Hjálmar H. Ragnarsson hafa gert tónlist við. Vatnaverur á borð við Loreley koma við sögu og meira að segja Kölski. Erla kveðst ætla að flytja aríu Steinunnar út Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson sem mjög sjaldan heyrist. Hún hlær að spurningunni um hvort séra Jóna Hrönn viti af þessu kölskadæmi? „Nei, þá hefðum við örugglega ekki fengið inni í safnaðarheimilinu, þó við séum báðar fyrrverandi sunnudagskólakennarar!“ Eftir að hafa útskrifast úr söng hér heima segir Erla þær systur báðar hafa haldið út í heim í framhaldsnám, hún til Salzburg í Austurríki og Rannveig til Ítalíu. „Ég er komin heim og er virk í Íslensku óperunni en Rannveig lauk MA námi í London og býr þar núna. Hún er bara í stuttu stoppi hér heima, búin að krækja sér í tenor þarna úti svo hún fer víst fljótlega aftur! En við erum sópransystur og búnar að syngja saman frá því við vorum litlar.“
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira