Golden State vann OKC í þriðja sinn á einum mánuði og jafnaði met Bulls Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 07:00 Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna. Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina. Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán. Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.Það er ekki hægt að stoppa Curry þegar hann skýtur.vísir/gettyNíu tapaðir hjá Durant Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni. Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð. Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.vísir/gettySpurs-vélin mallar Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp. Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins. LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Phoenix Suns 108-92 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104 Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna. Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina. Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán. Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.Það er ekki hægt að stoppa Curry þegar hann skýtur.vísir/gettyNíu tapaðir hjá Durant Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni. Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð. Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.vísir/gettySpurs-vélin mallar Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp. Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins. LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Phoenix Suns 108-92 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104 Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti