Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2016 21:17 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09