Erlent

Hafna hugmyndum spænskra sósíalista um stjórnarmyndun

Atli Ísleifsson skrifar
Pedro Sanchez, formaður og forsætisráðherraefni spnskra sósíalista.
Pedro Sanchez, formaður og forsætisráðherraefni spnskra sósíalista. Vísir/AFP
Meirihluta spænskra þingmanna höfnuðu í gær hugmyndum leiðtoga Sósíalistaflokksins um myndun ríkisstjórnar í landinu.

Stjórnarkreppa ríkir enn í landinu eftir þingkosningarnar sem fóru fram í desember síðastliðinn.

Pedro Sanchez, leiðtogi sósíalista, hefur reynt að tryggja nægan stuðning við myndun ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og mið-hægriflokksins Ciudadanos.

Mariano Rajoy, starfandi forsætisráðherra, sagði í umræðum á þinginu í gær að þjóðarhagsmunum Spánar væri ógnað að ríkisstjórn sem leidd væri af Sósíalistaflokknum.

Önnur atkvæðagreiðsla um myndun stjórnar fer fram á föstudaginn. Þingið hefur enn tvo mánuði til að tryggja myndun starfhæfrar ríkisstjórnar, en annars verða nýjar kosningar haldnar 26. júní.

219 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Sanchez, en 130 með. Einn sat hjá. Alls eiga 350 manns sæti á spænska þinginu.

Flokkur Rajoy, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2011, tryggði sér flest þingsæti í kosningunum í desember, en hefur ekki náð að mynda nýja ríkisstjórn.

Mikil uppstokkun varð á spænska þinginu í desember þar sem flokkarnir Podemos og Ciudadanos tryggðu sér fjölmörg þingsæti á kostnað hinna gamalgrónu flokka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×