Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2016 17:40 Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. Vísir/Stefán Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð. Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag ummæli sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla um flóttafólk í gær og hafa vakið talsverða athygli. Sagði Oddný Ásmund ala á ótta og hoppa á vagn popúlista. Ásmundur, sem áður hefur vakið athygli fyrir umdeild ummæli um innflytjendur, sagði þá að skoða þyrfti af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þyrfti mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. „Í vanda sem glímt er við, elur háttvirtur þingmaður á ótta fólks við innflytjendur og hoppar á vagn sem bæði popúlistar í Evrópu og forsetaframbjóðandinn Donald Trump í Bandaríkjunum keyra,“ segir Oddný. Oddný spurði jafnframt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra hvað henni þætti um ummæli Ásmundar og hvort hún vildi að Ísland lokaði landamærum sínum og gengi úr Schengen-sambandinu. „Ég er mikill stuðningsmaður EES-samningsins, ég tel að Schengen hafi nýst okkur mjög vel og er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að ganga úr, eða skoða að ganga úr, Schengen,“ segir Eygló. „Ég tel að við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda þjóð og taka á móti flóttamönnum, í samræmi við okkar skyldur, og gera það eins vel og við getum.“ Eygló sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki þyrfti að taka upp sérstakt vegabréfaeftirlit, líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð.
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Ásmundur sakaður um mannvonsku Ásmundur Friðriksson fær fyrir ferðina, ekki síst af hálfu flokkssystkina sinna. 1. mars 2016 15:30