Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. Samkvæmt sakamálalögum hafa dómstólar allt að fjórar vikur til þess að kveða upp dóma en sé mál umfangsmikið og flókið er það vel þekkt að dómarar taki sér lengri tíma til að fara yfir það. Mál Annþórs og Barkar er sannarlega umfangsmikið en mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í klefa hans á Litla-Hrauni í maí 2012. Er talið að líkamsárásin hafi leitt til dauða Sigurðar þar sem milta hans rofnaði og hann hlaut innvortis blæðingar en bæði Annþór og Börkur neita sök. Fer fram á 12 ára fangelsisdóm Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið og fer fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim en Annþór og Börkur eiga báðir langan sakaferil að baki. Nú afplána þeir til að mynda langa fangelsisdóma sem þeir hlutu í Hæstarétti í október 2013 fyrir stórfellda líkamsárás í janúar 2012. Þegar Sigurður Hólm lést í klefa sínum í maí sama ár hafði hann verið á Litla-Hrauni í einn dag og Annþór og Börkur litlu lengur. Þeir höfðu verið handteknir tveimur mánuðum fyrr vegna líkamsárásarinnar í janúar en þeir voru þá á reynslulausn. Í kjölfarið voru þeir dæmdir til að afplána eftirstöðvar gamalla dóma; Börkur meðal annars fyrir tilraun til manndráps og Annþór fyrir fíkniefnasmygl. Rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um ár enda var hún viðamikil. Þannig voru til að mynda þrír sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, fengnir til að skila skýrslum um málið. Lögðu sálfræðingar meðal annars mat á hegðun fanga á Litla-Hrauni sem þeir greindu út frá upptökum úr fangelsinu. Börkur Birgisson við þingfestingu málsins í júní 2013vísir/anton brink Börkur borinn inn í dóminn Þá var gerð nákvæm eftirlíking af fangaklefa á Litla-Hrauni þar sem réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður gerðu tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm hefði getað dottið á eitthvað inni í klefa sínum. Þann 30. maí 2013 var svo gefin út ákæra á hendur þeim Annþóri og Berki og var málið þingfest um sumarið. Þingfestingin vakti mikla athygli enda komu tvímenningarnir í dómshúsið á Selfossi í fylgd sérsveitar ríkislögreglustjóra. Var Börkur handjárnaður fyrir aftan bak og hann borinn inn í dóminn þar sem hann kvaðst ekki geta gengið. Hann óskaði eftir að fá að tala við lækni og varð dómarinn við því. Var kallað á sjúkrabíl sem flutti Börk aftur á Litla-Hraun að lokinni þingfestingunni.Verjendur Annþórs og Barkar, þeir Hólmgeir Elías Flosason og Sveinn Guðmundsson, hafa báðir gagnrýnt þennan flutning úr fangelsinu í dóminn sumarið 2013 í fjölmiðlum. Hefur Sveinn sagt að ekki hafi verið tekið tillit til þess í flutningnum að Börkur hafi þjáðst af brjósklosi og þá hefur Hólmgeir sagt flutninginn hafa verið valdsýningu fyrir fjölmiðla. Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um þingfestinguna má sjá hér að neðan en þá var búist við því að aðalmeðferð málsins færi fram haustið 2013. Það dróst hins vegar um tvö og hálft ár.Tók um ár að finna yfirmatsmennÁstæða þess að málið dróst svo mjög á langinn er sú staðreynd að verjendur Annþórs og Barkar fóru fram á að kallaðir yrðu til yfirmatsmenn til að meta hugsanlega dánarorsök Sigurðar. Í nóvember 2013 féllst dómari á þá kröfu og hálfu ári síðar lögðu verjendurnir fram yfirmatsmenn sem dómari samþykkti. Saksóknari kærði hins vegar þann úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi og dæmdi að héraðsdómur skyldi sjálfur finna matsmenn.Það gekk vægast sagt erfiðlega en leita þurfti út fyrir landsteinana að sérfræðingum sem gátu lagt yfirmat á mat íslensku sérfræðinganna. Þeir fundust eftir um það bil árslanga leit en það var ekki fyrr en í júlí í fyrra sem allir yfirmatsmennirnir höfðu skilað niðurstöðum sínum.Aðalmeðferð málsins fór síðan fram í lok janúar. Byggir málatilbúnaður ákæruvaldsins á því að Annþór og Börkur hafi veist að Sigurði í klefa hans með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Hlaut Sigurður við það miklar innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans.Annþór og Börkur afplána nú fangelsisdóma á Litla-Hraunivísir/anton brinkDánarorsök Sigurðar innri blæðingarÞessu höfnuðu Annþór og Börkur báðir þegar þeir gáfu skýrslu fyrir dómi. Óumdeilt er að þeir fóru inn í klefa Sigurðar þar sem þeir sjást fara inn á upptökum úr eftirlitsmyndavélum úr fangelsinu. Þá sjást þremenningarnir einnig eiga í samskiptum á gangi fangelsisins og í eldhúsi en engar upptökur eru til af því sem þeim fór á milli inni í klefanum þar sem engar myndavélar eru í fangaklefum á Litla-Hrauni.Regina Preuss, þýskur réttarmeinafræðingur, framkvæmdi krufninguna á Sigurði. Fyrir dómi sagði hún beina dánarorsök hafa verið innri blæðingar. Blæðingarnar hefðu átt uppruna sinn í miltanu eða æðum þess. Í kviðarholi hafi verið tveir lítrar af fljótandi blóði og hafi hún metið það sem svo að orsök skemmda á milta eða æðum þess væri líklegast ytri áverki.„Ég tel það útilokað að heilbrigt milta springi við lífgunartilraunir“Yfirmatsmenn sem fengnir voru til að leggja yfirmat á krufninguna töldu meðal annars líklegt að mistök í krufningu hefðu getað útskýrt rofið miltað. Regina sagði útlit rifnanna bæði á miltanum og miltisbláæðinni hafa verið þess eðlis að ekki væri um að ræða áverka eftir hníf, til dæmis skurðhnífinn sem hún notaði.Þá höfðu yfirmatsmenn líka leitt líkur að því að lítrarnir tveir af blóði sem fundust í kviðarholi Sigurðar hafi verið tilkomnir vegna endurlífgunartilrauna og að miltað hefði jafnvel rofnað í þeim tilraunum. Fyrir dómi taldi Regina þetta hins vegar útilokað.„Ég tel það útilokað að heilbrigt milta springi við lífgunartilraunir. Í fyrsta lagi er miltað mjög vel varið rifbeinum og í öðru lagi þá tel ég það alveg útilokað í lífgunartilraunum að dæla tveimur lítrum úr blóðrásinni,“ sagði hún.Ólíklegt að áverkarnir hafi verið vegna höggs eða sparkaSidsel Rogde, yfirmatsmaður í málinu, bar einnig vitni við aðalmeðferð málsins. Að hennar mati er það ólíklegt að áverkar á milta Sigurðar Hólm hafi verið tilkomnir eftir högg eða spörk frá þriðja aðila.„Það getur gerst en það er mjög ósennilegt þegar maður sér líka að það eru engin meiðsli á búk, eða vöðvum eða fituvef þarna í kring,“ sagði Sidsel fyrir dómi. Kvaðst hún draga þessa ályktun út frá því að ytri áverkar hafi ekki verið á líki Sigurðar og engin meiðsl á öðrum líffærum.Vildi Sidsel ekki útiloka að áverkarnir væru tilkomnir vegna falls en ítrekaði að ef Sigurður hefði orðið fyrir skaða áður en hann dó þá hefði það átt að sjást utan á honum. Þá telur Sidsel það vel geta verið að áverkarnir séu til komnir vegna endurlífgunartilrauna en þeir tveir lítrar af blóði sem söfnuðust saman í kviðarholinu passa að hennar mati við hjartahnoð í 45 til 50 mínútur.Töldu Annþór og Börk hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð SigurðarAuk sérfræðinganna sem fengnir voru til að leggja mat á áverka Sigurðar voru sálfræðingar fengnir til að greina atferli fanga á Litla-Hrauni út frá upptökum úr öryggismyndavélum. Íslenskir sálfræðingar sem fóru yfir upptökurnar telja að Annþór og Börkur hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Sigurðar en yfirmatsmenn voru fengnir til að fara yfir það mat.Per Anders Grandhag, einn yfirmatsmannanna, sagði fyrir dómi erfitt að meta út frá svo stuttu og lélegu myndbandi sem liggur fyrir í málinu hvort að líkamsburðir þeirra Annþórs og Barkar hafi verið einstaklingsbundinn vani.„Það er ekki hægt að segja það út frá svona stuttu myndbandi en það má vera að þetta sé bara þeirra eðlileg hegðun,“ sagði Par. Þá spurði einn dómarinn um mat hans á réttmæti skýrslu íslensku sálfræðinganna. Sagði hann skýrsluna hafa visst gildi en það væri þó erfitt verkefni að komast að niðurstöðu eftir að hafa horft á mjög slæmar upptökur.Engar eftirlitsmyndavélar eru í fangaklefum á Litla-Hraunivísir/anton brinkÁtti að borga Annþóri 50 þúsund krónur fyrir hurðarskemmdEkki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu en eins og gefur að skilja er verkefni dómaranna langt frá því að vera auðvelt. Verjendur í málinu krefjast sýknu yfir þeim Annþóri og Berki en þeir hafa meðal annars gagnrýnt rannsókn lögreglu mjög og í samræmi við yfirmat erlendra sérfræðinga leitt líkur að því að Sigurður hafi farið í hjartastopp vegna eiturlyfjaneyslu og miltað hafi rofnað við endurlífgunartilraunir. Fyrir liggur til að mynda að Sigurður var afar illa haldinn þegar hann kom í fangelsið, enda langt leiddur af neyslu, og gáfu fangaverðir honum svokallaðan rónaskammt um leið og hann kom á Litla-Hraun til að trappa hann niður. Læknir var hins vegar ekki kallaður til til að líta á hann.Eðli málsins samkvæmt er ekki öðrum til að dreifa en sakborningum sjálfum þegar kemur að því að greina frá hvað fram fór á milli þremenninganna í fangaklefa Sigurðar. Fyrir dómi kom fram að Sigurður hefði skemmt hurð á gistiheimili og að Annþór og Börkur hefðu falast eftir því inni á Litla-Hrauni að hann myndi greiða 50 þúsund krónur fyrir hurðarskemmdina. Annþór sagði Sigurð hafa tekið vel í að greiða fyrir hurðina og að öll samskipti þeirra hefðu verið eðlileg og vinsamleg.Annþór segist hafa kallað á hjálpInni á klefa Sigurðar hefðu þremenningarnir spjallað saman en Annþór sagði þá Börk hafa haft áhyggjur af Sigurði þar sem hann var undir áhrifum morfínsskylds lyfs sem kallað er „súbbi.“ Þeir Börkur hafi síðan farið út úr klefanum en skömmu síðar hafi heyrst óhljóð úr klefa Sigurðar. Annþór hafi því farið inn til hans í klefann og séð Sigurð liggja á bakinu í rúminu, ælandi upp í sig.Annþór sagðist hafa upplifað það sem svo að hann ætti erfitt með andardrátt og væri mjög sljór. Hann hafi því kallað á hjálp og hringt á fangaverði sem hafi þó ekki komið fyrr en í annað skiptið sem hann hringdi. Frásögn Barkar af því sem fram fór í klefa Sigurðar var svo keimlík frásögn Annþórs.„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ stendur á blaðinu sem Börkur heldur hér fyrir andliti sínu en myndin er tekin þegar aðalmeðferð málsins fór fram í janúar.vísirSagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunálNokkrir fangar sem sátu inni á Litla-Hrauni þegar Sigurður lést gáfu líka skýrslu fyrir dómi og hélt einn þeirra því fram að Sigurður hefði verið hræddur við Annþór og Börk út af skuldinni vegna skemmdu hurðarinnar. Þá gaf lögreglumaður einnig skýrslu fyrir dómi, þrátt fyrir mótmæli verjenda en hann sagði frá samskiptum sínum við Sigurð í apríl 2012.„Ég spurði hann hvort að Annþór og Börkur hefðu reynt að kúga hann til að brjótast inn fyrir sig. Sigurður sagði að þeir hefðu gert það og að hann hefði þá hótað að stinga þá með sýktri sprautunál. Svo sagði hann að hann hefði stungið Annþór með nálinni og eftir það hefðu þeir látið hann í friði. Ég fékk hann reyndar ekki til að segja mér hvort að nálin hefði í raun verið sýkt,“ sagði lögreglumaðurinn.Hann kvaðst fyrir dómi ekki geta lagt mat á hvort að Sigurður hafi verið að segja satt eða ekki en Annþór og Börkur sögðu báðir að frásögn Sigurðar væri haugalygi.Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu en eins og reifað hefur verið hér þurfa dómararnir þrír að svara ýmsum áleitnum spurningum. Stærsta spurningin er samt auðvitað sú hvort að þeir Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm, og í því samhengi þá hvort að saksóknara hafi tekist að sýna fram á að sekt þeirra sé hafin yfir skynsamlegan vafa. Fréttaskýringar Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 "Tjónið var unnið að manninum lifandi“ Réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufningu á Sigurði Hólm mætti fyrir dóm. 29. janúar 2016 15:13 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. Samkvæmt sakamálalögum hafa dómstólar allt að fjórar vikur til þess að kveða upp dóma en sé mál umfangsmikið og flókið er það vel þekkt að dómarar taki sér lengri tíma til að fara yfir það. Mál Annþórs og Barkar er sannarlega umfangsmikið en mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í klefa hans á Litla-Hrauni í maí 2012. Er talið að líkamsárásin hafi leitt til dauða Sigurðar þar sem milta hans rofnaði og hann hlaut innvortis blæðingar en bæði Annþór og Börkur neita sök. Fer fram á 12 ára fangelsisdóm Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið og fer fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim en Annþór og Börkur eiga báðir langan sakaferil að baki. Nú afplána þeir til að mynda langa fangelsisdóma sem þeir hlutu í Hæstarétti í október 2013 fyrir stórfellda líkamsárás í janúar 2012. Þegar Sigurður Hólm lést í klefa sínum í maí sama ár hafði hann verið á Litla-Hrauni í einn dag og Annþór og Börkur litlu lengur. Þeir höfðu verið handteknir tveimur mánuðum fyrr vegna líkamsárásarinnar í janúar en þeir voru þá á reynslulausn. Í kjölfarið voru þeir dæmdir til að afplána eftirstöðvar gamalla dóma; Börkur meðal annars fyrir tilraun til manndráps og Annþór fyrir fíkniefnasmygl. Rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um ár enda var hún viðamikil. Þannig voru til að mynda þrír sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, fengnir til að skila skýrslum um málið. Lögðu sálfræðingar meðal annars mat á hegðun fanga á Litla-Hrauni sem þeir greindu út frá upptökum úr fangelsinu. Börkur Birgisson við þingfestingu málsins í júní 2013vísir/anton brink Börkur borinn inn í dóminn Þá var gerð nákvæm eftirlíking af fangaklefa á Litla-Hrauni þar sem réttarmeinafræðingur og dómkvaddur matsmaður gerðu tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm hefði getað dottið á eitthvað inni í klefa sínum. Þann 30. maí 2013 var svo gefin út ákæra á hendur þeim Annþóri og Berki og var málið þingfest um sumarið. Þingfestingin vakti mikla athygli enda komu tvímenningarnir í dómshúsið á Selfossi í fylgd sérsveitar ríkislögreglustjóra. Var Börkur handjárnaður fyrir aftan bak og hann borinn inn í dóminn þar sem hann kvaðst ekki geta gengið. Hann óskaði eftir að fá að tala við lækni og varð dómarinn við því. Var kallað á sjúkrabíl sem flutti Börk aftur á Litla-Hraun að lokinni þingfestingunni.Verjendur Annþórs og Barkar, þeir Hólmgeir Elías Flosason og Sveinn Guðmundsson, hafa báðir gagnrýnt þennan flutning úr fangelsinu í dóminn sumarið 2013 í fjölmiðlum. Hefur Sveinn sagt að ekki hafi verið tekið tillit til þess í flutningnum að Börkur hafi þjáðst af brjósklosi og þá hefur Hólmgeir sagt flutninginn hafa verið valdsýningu fyrir fjölmiðla. Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um þingfestinguna má sjá hér að neðan en þá var búist við því að aðalmeðferð málsins færi fram haustið 2013. Það dróst hins vegar um tvö og hálft ár.Tók um ár að finna yfirmatsmennÁstæða þess að málið dróst svo mjög á langinn er sú staðreynd að verjendur Annþórs og Barkar fóru fram á að kallaðir yrðu til yfirmatsmenn til að meta hugsanlega dánarorsök Sigurðar. Í nóvember 2013 féllst dómari á þá kröfu og hálfu ári síðar lögðu verjendurnir fram yfirmatsmenn sem dómari samþykkti. Saksóknari kærði hins vegar þann úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi og dæmdi að héraðsdómur skyldi sjálfur finna matsmenn.Það gekk vægast sagt erfiðlega en leita þurfti út fyrir landsteinana að sérfræðingum sem gátu lagt yfirmat á mat íslensku sérfræðinganna. Þeir fundust eftir um það bil árslanga leit en það var ekki fyrr en í júlí í fyrra sem allir yfirmatsmennirnir höfðu skilað niðurstöðum sínum.Aðalmeðferð málsins fór síðan fram í lok janúar. Byggir málatilbúnaður ákæruvaldsins á því að Annþór og Börkur hafi veist að Sigurði í klefa hans með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Hlaut Sigurður við það miklar innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans.Annþór og Börkur afplána nú fangelsisdóma á Litla-Hraunivísir/anton brinkDánarorsök Sigurðar innri blæðingarÞessu höfnuðu Annþór og Börkur báðir þegar þeir gáfu skýrslu fyrir dómi. Óumdeilt er að þeir fóru inn í klefa Sigurðar þar sem þeir sjást fara inn á upptökum úr eftirlitsmyndavélum úr fangelsinu. Þá sjást þremenningarnir einnig eiga í samskiptum á gangi fangelsisins og í eldhúsi en engar upptökur eru til af því sem þeim fór á milli inni í klefanum þar sem engar myndavélar eru í fangaklefum á Litla-Hrauni.Regina Preuss, þýskur réttarmeinafræðingur, framkvæmdi krufninguna á Sigurði. Fyrir dómi sagði hún beina dánarorsök hafa verið innri blæðingar. Blæðingarnar hefðu átt uppruna sinn í miltanu eða æðum þess. Í kviðarholi hafi verið tveir lítrar af fljótandi blóði og hafi hún metið það sem svo að orsök skemmda á milta eða æðum þess væri líklegast ytri áverki.„Ég tel það útilokað að heilbrigt milta springi við lífgunartilraunir“Yfirmatsmenn sem fengnir voru til að leggja yfirmat á krufninguna töldu meðal annars líklegt að mistök í krufningu hefðu getað útskýrt rofið miltað. Regina sagði útlit rifnanna bæði á miltanum og miltisbláæðinni hafa verið þess eðlis að ekki væri um að ræða áverka eftir hníf, til dæmis skurðhnífinn sem hún notaði.Þá höfðu yfirmatsmenn líka leitt líkur að því að lítrarnir tveir af blóði sem fundust í kviðarholi Sigurðar hafi verið tilkomnir vegna endurlífgunartilrauna og að miltað hefði jafnvel rofnað í þeim tilraunum. Fyrir dómi taldi Regina þetta hins vegar útilokað.„Ég tel það útilokað að heilbrigt milta springi við lífgunartilraunir. Í fyrsta lagi er miltað mjög vel varið rifbeinum og í öðru lagi þá tel ég það alveg útilokað í lífgunartilraunum að dæla tveimur lítrum úr blóðrásinni,“ sagði hún.Ólíklegt að áverkarnir hafi verið vegna höggs eða sparkaSidsel Rogde, yfirmatsmaður í málinu, bar einnig vitni við aðalmeðferð málsins. Að hennar mati er það ólíklegt að áverkar á milta Sigurðar Hólm hafi verið tilkomnir eftir högg eða spörk frá þriðja aðila.„Það getur gerst en það er mjög ósennilegt þegar maður sér líka að það eru engin meiðsli á búk, eða vöðvum eða fituvef þarna í kring,“ sagði Sidsel fyrir dómi. Kvaðst hún draga þessa ályktun út frá því að ytri áverkar hafi ekki verið á líki Sigurðar og engin meiðsl á öðrum líffærum.Vildi Sidsel ekki útiloka að áverkarnir væru tilkomnir vegna falls en ítrekaði að ef Sigurður hefði orðið fyrir skaða áður en hann dó þá hefði það átt að sjást utan á honum. Þá telur Sidsel það vel geta verið að áverkarnir séu til komnir vegna endurlífgunartilrauna en þeir tveir lítrar af blóði sem söfnuðust saman í kviðarholinu passa að hennar mati við hjartahnoð í 45 til 50 mínútur.Töldu Annþór og Börk hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð SigurðarAuk sérfræðinganna sem fengnir voru til að leggja mat á áverka Sigurðar voru sálfræðingar fengnir til að greina atferli fanga á Litla-Hrauni út frá upptökum úr öryggismyndavélum. Íslenskir sálfræðingar sem fóru yfir upptökurnar telja að Annþór og Börkur hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Sigurðar en yfirmatsmenn voru fengnir til að fara yfir það mat.Per Anders Grandhag, einn yfirmatsmannanna, sagði fyrir dómi erfitt að meta út frá svo stuttu og lélegu myndbandi sem liggur fyrir í málinu hvort að líkamsburðir þeirra Annþórs og Barkar hafi verið einstaklingsbundinn vani.„Það er ekki hægt að segja það út frá svona stuttu myndbandi en það má vera að þetta sé bara þeirra eðlileg hegðun,“ sagði Par. Þá spurði einn dómarinn um mat hans á réttmæti skýrslu íslensku sálfræðinganna. Sagði hann skýrsluna hafa visst gildi en það væri þó erfitt verkefni að komast að niðurstöðu eftir að hafa horft á mjög slæmar upptökur.Engar eftirlitsmyndavélar eru í fangaklefum á Litla-Hraunivísir/anton brinkÁtti að borga Annþóri 50 þúsund krónur fyrir hurðarskemmdEkki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu en eins og gefur að skilja er verkefni dómaranna langt frá því að vera auðvelt. Verjendur í málinu krefjast sýknu yfir þeim Annþóri og Berki en þeir hafa meðal annars gagnrýnt rannsókn lögreglu mjög og í samræmi við yfirmat erlendra sérfræðinga leitt líkur að því að Sigurður hafi farið í hjartastopp vegna eiturlyfjaneyslu og miltað hafi rofnað við endurlífgunartilraunir. Fyrir liggur til að mynda að Sigurður var afar illa haldinn þegar hann kom í fangelsið, enda langt leiddur af neyslu, og gáfu fangaverðir honum svokallaðan rónaskammt um leið og hann kom á Litla-Hraun til að trappa hann niður. Læknir var hins vegar ekki kallaður til til að líta á hann.Eðli málsins samkvæmt er ekki öðrum til að dreifa en sakborningum sjálfum þegar kemur að því að greina frá hvað fram fór á milli þremenninganna í fangaklefa Sigurðar. Fyrir dómi kom fram að Sigurður hefði skemmt hurð á gistiheimili og að Annþór og Börkur hefðu falast eftir því inni á Litla-Hrauni að hann myndi greiða 50 þúsund krónur fyrir hurðarskemmdina. Annþór sagði Sigurð hafa tekið vel í að greiða fyrir hurðina og að öll samskipti þeirra hefðu verið eðlileg og vinsamleg.Annþór segist hafa kallað á hjálpInni á klefa Sigurðar hefðu þremenningarnir spjallað saman en Annþór sagði þá Börk hafa haft áhyggjur af Sigurði þar sem hann var undir áhrifum morfínsskylds lyfs sem kallað er „súbbi.“ Þeir Börkur hafi síðan farið út úr klefanum en skömmu síðar hafi heyrst óhljóð úr klefa Sigurðar. Annþór hafi því farið inn til hans í klefann og séð Sigurð liggja á bakinu í rúminu, ælandi upp í sig.Annþór sagðist hafa upplifað það sem svo að hann ætti erfitt með andardrátt og væri mjög sljór. Hann hafi því kallað á hjálp og hringt á fangaverði sem hafi þó ekki komið fyrr en í annað skiptið sem hann hringdi. Frásögn Barkar af því sem fram fór í klefa Sigurðar var svo keimlík frásögn Annþórs.„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ stendur á blaðinu sem Börkur heldur hér fyrir andliti sínu en myndin er tekin þegar aðalmeðferð málsins fór fram í janúar.vísirSagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunálNokkrir fangar sem sátu inni á Litla-Hrauni þegar Sigurður lést gáfu líka skýrslu fyrir dómi og hélt einn þeirra því fram að Sigurður hefði verið hræddur við Annþór og Börk út af skuldinni vegna skemmdu hurðarinnar. Þá gaf lögreglumaður einnig skýrslu fyrir dómi, þrátt fyrir mótmæli verjenda en hann sagði frá samskiptum sínum við Sigurð í apríl 2012.„Ég spurði hann hvort að Annþór og Börkur hefðu reynt að kúga hann til að brjótast inn fyrir sig. Sigurður sagði að þeir hefðu gert það og að hann hefði þá hótað að stinga þá með sýktri sprautunál. Svo sagði hann að hann hefði stungið Annþór með nálinni og eftir það hefðu þeir látið hann í friði. Ég fékk hann reyndar ekki til að segja mér hvort að nálin hefði í raun verið sýkt,“ sagði lögreglumaðurinn.Hann kvaðst fyrir dómi ekki geta lagt mat á hvort að Sigurður hafi verið að segja satt eða ekki en Annþór og Börkur sögðu báðir að frásögn Sigurðar væri haugalygi.Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu en eins og reifað hefur verið hér þurfa dómararnir þrír að svara ýmsum áleitnum spurningum. Stærsta spurningin er samt auðvitað sú hvort að þeir Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm, og í því samhengi þá hvort að saksóknara hafi tekist að sýna fram á að sekt þeirra sé hafin yfir skynsamlegan vafa.
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
"Tjónið var unnið að manninum lifandi“ Réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufningu á Sigurði Hólm mætti fyrir dóm. 29. janúar 2016 15:13
Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48