Erlent

Lífvörður hleypti óvart úr byssu í skóla Noregsprinsessu

Atli Ísleifsson skrifar
Ingiríður prinsessa er dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit. Hún er fyrsta barn þeirra og er því önnur í erfðaröð norsku krúnunnar á eftir Hákoni föður sínum.
Ingiríður prinsessa er dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit. Hún er fyrsta barn þeirra og er því önnur í erfðaröð norsku krúnunnar á eftir Hákoni föður sínum. Mynd/Norska konungsfjölskyldan
Lífvörður norsku konungsfjölskyldunnar hleypti óvart úr byssu sinni og skaut í vegg í skóla Ingiríðar Alexöndru Noregsprinsessu í janúar.

NRK greinir frá því að lífvörðurinn hafi skotið úr byssunni í skúr fyrir öryggisverði við alþjóðaskólanum í Bærum klukkan 8:50 þann 18. janúar, þegar fyrstu kennslustund dagsins var nýlokið.

Í lögregluskýrslu sem NRK hefur undir höndum kemur fram að byssukúlan hafi hafnað í vegg. Enginn særðist en kúlan fór í gegnum vegginn.

Ingiríður prinsessa er ein um sex hundruð nemenda við skólann sem er í Bærum, vestur af Ósló.

Ingiríður prinsessa er dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit. Hún er fyrsta barn þeirra og er því önnur í erfðaröð norsku krúnunnar á eftir Hákoni föður sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×