Dæmdur fyrir skjalafals áður en hann varð lögmaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 10:30 Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manninum snemma á síðasta áratug. Hann fór síðar í laganám. Vísir/GVA Héraðsdómslögmaður á fimmtugsaldri sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er einn fjögurra sem verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag en þangað til á mánudag var hann verjandi eins hinna þriggja. Vísir greindi frá málinu í morgun en lögmaðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir skjalafals. Lögmaðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals snemma á síðasta áratug en málið var sérstakt. Rak hann spilaklúbb ásamt félögum sínum og framvísaði svo fjórum ávísunum, undirrituðum af einum félaganna, upp á milljón krónur hver og gerði tilraun til að leysa þá út í banka.Reyndi að leysa út fjórar ávísanir upp á milljón krónur hver.VísirÁvísanirnar virðist hann hafa tekið úr tékkhefti eins félagans sem geymdi heftið í spilaklúbbnum. Þær voru undirritaðar af félaganum og sá sem sá um að gera upp hvert kvöld hafði leyfi til að fylla þær út. Þegar maðurinn, sem síðar fór í laganám og er í dag starfandi héraðsdómslögmaður, reyndi að innleysa þær og þær reyndust innistæðulausar lét hann þá í lögfræðiinnheimtu. Átti hann þó engan rétt á greiðslu frá félaga sínum eins og segir í dómnum. Í kjölfarið höfðaði hann einkamál á hendur félaga sínum að greiða milljónirnar fjórar en málið var að lokum fellt niður. Með þessari háttsemi taldi dómurinn fullsannað að maðurinn hefði notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brotið varðaði háar fjárhæðir og háttsemin benti til ákveðins brotavilja. Meðferð málsins tók hins vegar afar langan tíma eða um fjögur ár. Þótti því átta mánaða skilorðsbundinn dómur réttlætanlegur. Þá hlaut lögmaðurinn einnig tvo dóma á sautjánda aldursári fyrir skjalafals. Tengdar fréttir Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Héraðsdómslögmaður á fimmtugsaldri sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er einn fjögurra sem verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag en þangað til á mánudag var hann verjandi eins hinna þriggja. Vísir greindi frá málinu í morgun en lögmaðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir skjalafals. Lögmaðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals snemma á síðasta áratug en málið var sérstakt. Rak hann spilaklúbb ásamt félögum sínum og framvísaði svo fjórum ávísunum, undirrituðum af einum félaganna, upp á milljón krónur hver og gerði tilraun til að leysa þá út í banka.Reyndi að leysa út fjórar ávísanir upp á milljón krónur hver.VísirÁvísanirnar virðist hann hafa tekið úr tékkhefti eins félagans sem geymdi heftið í spilaklúbbnum. Þær voru undirritaðar af félaganum og sá sem sá um að gera upp hvert kvöld hafði leyfi til að fylla þær út. Þegar maðurinn, sem síðar fór í laganám og er í dag starfandi héraðsdómslögmaður, reyndi að innleysa þær og þær reyndust innistæðulausar lét hann þá í lögfræðiinnheimtu. Átti hann þó engan rétt á greiðslu frá félaga sínum eins og segir í dómnum. Í kjölfarið höfðaði hann einkamál á hendur félaga sínum að greiða milljónirnar fjórar en málið var að lokum fellt niður. Með þessari háttsemi taldi dómurinn fullsannað að maðurinn hefði notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brotið varðaði háar fjárhæðir og háttsemin benti til ákveðins brotavilja. Meðferð málsins tók hins vegar afar langan tíma eða um fjögur ár. Þótti því átta mánaða skilorðsbundinn dómur réttlætanlegur. Þá hlaut lögmaðurinn einnig tvo dóma á sautjánda aldursári fyrir skjalafals.
Tengdar fréttir Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00