Erlend félög sækja í nýja flugherminn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 11:30 Flughermirinn er hýstur í Hafnarfirði. Þangað koma flugmenn víða að í þjálfun. Vísir/Ernir Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira