Kerlingarfjöll friðlýst í sumar Svavar Hávarðsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Kerlingarfjöll eru fjallaklasi á hálendinu. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. vísir/vilhelm Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira