Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 17:26 Bill og Björgólfur eru áfram á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Vísir/AFP/Vilhelm Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna. Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00
Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30
Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37
Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58
Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30