Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2016 13:36 Þrívíddarmynd af því hvernig mathöllin mun hugsanlega líta út. mynd/trípóli arkitektúr Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr
Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00
Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13
Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00