Aðeins fyrir þá betur stæðu að eiga barn í fimleikum Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2016 11:50 Um 15 þúsund krakkar stunda fimleika á Íslandi. Árgjaldið er um 120 þúsund krónur. Fyrir liggur að barnmargar fjölskyldur munu þurfa að hafa talsvert fyrir því að kljúfa kostnað sem er því samfara að börnin æfi fimleika. Pistill sem Árni Sigurður Pétursson fjölskyldufaðir skrifaði á Facebook undir fyrirsögninni „Eru fimleikar íþrótt hinna efnameiri foreldra?“ hefur vakið mikla athygli og hefur honum verið deilt vel í 200 sinnum, nú þegar þetta er skrifað. Þeir sem tjá sig eru pistlahöfundi sammála: „Fimleikar eru subbulega dýrir!“ segir ein sem leggur orð í belg. Í pistlinum tæpir Árni Sigurður á ýmsum kostnaðarliðum sem eru því samfara að eiga barn í fimleikum. Vísir ræddi við formann Fimleikasambands Íslands, Arnar Ólafsson, sem segir engan vera að maka krókinn í fimleikum, fimleikar séu ein af fáum íþróttagreinum sem standi undir sér og kostnaðurinn sé ekki mikið meiri en í öðrum íþróttagreinum. En, fyrst að efni pistils Árna Sigurðar en þar segir frá sínu fyrsta Bikarmóti í fimleikum, sem hafi verið gríðarlega „flott og vel skipulagt mót hjá Gerplu og Fimleikasambandinu.“Velta mótsins uppá 7 milljónirEn, þá víkur Árni Sigurður að kostnaðarliðum. „Þátttökugjald í mótið var 3.900 kr. per þátttakanda. Svo ofan á það þurftu allir 12 ára og eldri að greiða 1.000 kr. fyrir að koma sjá mótið. Hvað er það???? Þarf 12 ára systkini að borga 1.000 kr. fyrir að sjá 8 ára gamalt barn gera æfingar í ca. 2 mínútur (hinar 118 mínúturnar fóru í biðtíma).....setjum í samhengi að það er frítt fyrir 16 ára og yngri á leiki í Pepsi deild karla og kvenna og flest yngri flokka mót í fótbolta/handbolta! Þessi kostnaður er ofan á 120.000 - 200.000 árgjald sem kostar fyrir börn í fimleika!“Hér má sjá æfingagjöld hjá Gerplu, og eru þau aðeins fyrir vorönnina, og þar er hæsta talan tæpar 114 þúsund krónur. „Ég er að borga 70 þúsund fyrir þessa önn, fyrir dóttur mína, sem er átta ára að verða níu,“ segir Árni Sigurður í samtali við blaðamann. Hann minnir að upphæðin hafi verið 50 til 60 þúsund krónur fyrir haustönnin, þannig að sú samtala er um 120 þúsund krónur.Árni Sigurður hitti heldur betur í mark þegar hann skrifaði pistil um kostnað við það að eiga barn sem stundar fimleika.Árni Sigurður heldur áfram að reikna: „Á þessu móti voru 1.100 þátttakendur sem gerir veltu upp á 4,4 milljónir kr. og svo má gera ráð fyrir að ca. 2,5 einstaklingar hafi fylgt hverju barni (reyndar í okkar tilfelli voru það 5 sem greiddu inn til að fylgjast með). Þetta gerir veltu upp á um 7 milljónir kr. fyrir eitt fimleikamót. Auk þess voru 4 sponsor skilti á mótinu.“ Árni Sigurður segir, í samtali við Vísi, að kynnirinn hafi tilkynnt að þessi væri áhorfendafjöldinn.Fimleikar eiga að vera fyrir allaForeldrum var tjáð fyrir mót að þátttökugjaldið væri til að greiða fyrir dómara og þátttöku, að sögn Árna Sigurðar. Mótið hjá dóttur hans var alls í tvær klukkustundir og miðað við fjöldann sem tók þátt reiknast honum til að tímagjaldið á dómarann hafi verið hátt, svo mjög að hann veltir því fyrir sér hvort hæstaréttardómarar landsins hafi verið við dómgæslu. „Ef okkar næsta íslenska Mary Lou Retton eða Nadia Comeneci (sko ég veit smá um fimleika) er barn foreldra með einungis lágmarkslaun, nú eða öryrkjar, hefði hún þá efni á að stunda fimleika? Ég held ekki! Fimleikafélög landsins….hugsið ykkar gang. Íþróttir eiga að vera fyrir ALLA!“Enginn að maka krókinn í fimleikunumVísir bar þau atriði sem Árni Sigurður kemur inná í pistli sínum undir Arnar Ólafsson, formann Fimleikasambands Íslands. Hann segir þetta ekki nákvæmt hjá Árna Sigurði. Þátttökugjaldið á FSÍ mót er 2.600 krónur. Félagið sem heldur mótið borgar svo helminginn af því. „Þetta til að búa til hvata fyrir félög að halda svona mót, það er kostnaðarsamt. Þessi upphæð, ég veit ekki hvernig hún er til komin? Það er undir hverju félagi komið hvernig þau rukka. Og allur gangur á því.“Arnar formaður. Hann á strák í fótbolta í Breiðablik, og þar er kostnaðurinn svipaður: árgjald sem nemur 100 þúsund krónum.Þá segir Arnar að það sé misskilningur að yngri en 16 ára greiði aðgangsgjöld. Hann þekkir þetta tiltekna dæmi ekki en FSÍ fylgi því eftir að frítt sé fyrir 16 ára og yngri.En, er þetta ekki augljóslega eitthvað gróðadæmi? „Ég held að maðurinn ætti að kynna sér ársreikninga fimleikafélaganna, þar er enginn að maka krókinn þar. En, ég á mjög erfitt með að kommentera mikið á þetta. Þekki ekki nákvæmlega hvað hann er að fara, í þessu tiltekna dæmi.“Kannast við árgjald sem nemur 120 þúsund krónumFormaðurinn bendir á að það standist ekki að það hafi verið 11 hundruð þátttakendur, á þessu tiltekna móti hafi verið 980 þátttakendur, þannig að ljóst má vera að Árni Sigurður sé að ýkja. „Hann er að gefa sér forsendur sem eru ekki réttar. Fyrir utan að það mæta alls ekki allir með foreldra með sér. Hvað þá að það fylgi hverju barni 2,5, það er ekki verið að selja mörg þúsund miða á svona mót. Það stenst ekki. Og ekki eru allir sem greiða inn, fararstjórar, dómarar sem greiðir ekkert inn. Mikill meirihluti áhorfenda er yngri en 16 ára, á svona móti.“En, 120.000 - 200.000 árgjald sem kostar fyrir börn í fimleika. Má það ekki heita býsna vel í lagt? „Það eru 13 þúsund iðkendur á Íslandi, rúmlega, samkvæmt tölum frá apríl síðastliðnum, tölur fyrir 2014. Við teljum að þetta sé að þokast nær 15 þúsund núna. Þannig að ... ég veit ekki, hvaðan hann hefur þessar tölur. Öll félögin auglýsa sín æfingagjöld á sínum síðum. Ég hef ekki rekist á neitt í líkingu við 200 þúsund, 120 þúsund er til og það eru þá krakkar sem eru að æfa allt að 16 tíma á viku,“ segir Arnar. Hann segir að fimleikar séu ein af fáum íþróttagreinum sem standa undir sér. Það eru allskonar ástæður fyrir því. Og því fylgir mikill kostnaður að vera í fimleikum.Svipaður kostnaður og að reka krakka í fótboltaEn, eru hinir efnaminni ekki einfaldlega útilokaðir frá þátttöku? „Ég ætla ekki að leggja dóm á það. Þú getur borið þetta saman við margar aðrar íþróttir. Munar litlu í verði. ÉG er að greiða svipaða upphæð fyrir strákinn minn í fótbolta í Breiðablik. 100 þúsund, ég held að fólk ætti að anda rólega og skoða hvernig landslagið er. Það er skortur á fólki til að koma að þjálfun. Ekkert dýrara en hvað annað. Maður verður að horfa í það hvað þetta eru margir tímar, iðkendur per þjálfara, hvað áhöldin kosta, hver er aðkoma sveitarfélagsins og svo framvegis og framvegis, milljón breytur í þessu sem hafa áhrif á kostnað. Öll félögin í dag eru að reyna að berjast við að halda niðri kostnaði við æfingar. Ég get fullvissað þig um það. Við erum með félög sem eru með hátt í 2000 iðkendur með yfirbyggingu uppá 3 starfsmenn. þetta er fólk sem er að vinna undir gríðarlegu álagi, ef eitthvað er þyrftu að vera miklu fleiri að vinna við þetta. Ekki eins og það sé einhver yfirbygging eða peningar að fara á einhverja óeðlilega staði, heldur er þetta einfaldlega kostnaðurinn.“ERU FIMLEIKAR ÍÞRÓTT HINNA EFNAMEIRI FORELDRA?Ég var að koma af mínu fyrsta Bikarmóti í fimleikum á ævinni. Gríðarlega...Posted by Árni Sigurður Pétursson on 28. febrúar 2016 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira
Fyrir liggur að barnmargar fjölskyldur munu þurfa að hafa talsvert fyrir því að kljúfa kostnað sem er því samfara að börnin æfi fimleika. Pistill sem Árni Sigurður Pétursson fjölskyldufaðir skrifaði á Facebook undir fyrirsögninni „Eru fimleikar íþrótt hinna efnameiri foreldra?“ hefur vakið mikla athygli og hefur honum verið deilt vel í 200 sinnum, nú þegar þetta er skrifað. Þeir sem tjá sig eru pistlahöfundi sammála: „Fimleikar eru subbulega dýrir!“ segir ein sem leggur orð í belg. Í pistlinum tæpir Árni Sigurður á ýmsum kostnaðarliðum sem eru því samfara að eiga barn í fimleikum. Vísir ræddi við formann Fimleikasambands Íslands, Arnar Ólafsson, sem segir engan vera að maka krókinn í fimleikum, fimleikar séu ein af fáum íþróttagreinum sem standi undir sér og kostnaðurinn sé ekki mikið meiri en í öðrum íþróttagreinum. En, fyrst að efni pistils Árna Sigurðar en þar segir frá sínu fyrsta Bikarmóti í fimleikum, sem hafi verið gríðarlega „flott og vel skipulagt mót hjá Gerplu og Fimleikasambandinu.“Velta mótsins uppá 7 milljónirEn, þá víkur Árni Sigurður að kostnaðarliðum. „Þátttökugjald í mótið var 3.900 kr. per þátttakanda. Svo ofan á það þurftu allir 12 ára og eldri að greiða 1.000 kr. fyrir að koma sjá mótið. Hvað er það???? Þarf 12 ára systkini að borga 1.000 kr. fyrir að sjá 8 ára gamalt barn gera æfingar í ca. 2 mínútur (hinar 118 mínúturnar fóru í biðtíma).....setjum í samhengi að það er frítt fyrir 16 ára og yngri á leiki í Pepsi deild karla og kvenna og flest yngri flokka mót í fótbolta/handbolta! Þessi kostnaður er ofan á 120.000 - 200.000 árgjald sem kostar fyrir börn í fimleika!“Hér má sjá æfingagjöld hjá Gerplu, og eru þau aðeins fyrir vorönnina, og þar er hæsta talan tæpar 114 þúsund krónur. „Ég er að borga 70 þúsund fyrir þessa önn, fyrir dóttur mína, sem er átta ára að verða níu,“ segir Árni Sigurður í samtali við blaðamann. Hann minnir að upphæðin hafi verið 50 til 60 þúsund krónur fyrir haustönnin, þannig að sú samtala er um 120 þúsund krónur.Árni Sigurður hitti heldur betur í mark þegar hann skrifaði pistil um kostnað við það að eiga barn sem stundar fimleika.Árni Sigurður heldur áfram að reikna: „Á þessu móti voru 1.100 þátttakendur sem gerir veltu upp á 4,4 milljónir kr. og svo má gera ráð fyrir að ca. 2,5 einstaklingar hafi fylgt hverju barni (reyndar í okkar tilfelli voru það 5 sem greiddu inn til að fylgjast með). Þetta gerir veltu upp á um 7 milljónir kr. fyrir eitt fimleikamót. Auk þess voru 4 sponsor skilti á mótinu.“ Árni Sigurður segir, í samtali við Vísi, að kynnirinn hafi tilkynnt að þessi væri áhorfendafjöldinn.Fimleikar eiga að vera fyrir allaForeldrum var tjáð fyrir mót að þátttökugjaldið væri til að greiða fyrir dómara og þátttöku, að sögn Árna Sigurðar. Mótið hjá dóttur hans var alls í tvær klukkustundir og miðað við fjöldann sem tók þátt reiknast honum til að tímagjaldið á dómarann hafi verið hátt, svo mjög að hann veltir því fyrir sér hvort hæstaréttardómarar landsins hafi verið við dómgæslu. „Ef okkar næsta íslenska Mary Lou Retton eða Nadia Comeneci (sko ég veit smá um fimleika) er barn foreldra með einungis lágmarkslaun, nú eða öryrkjar, hefði hún þá efni á að stunda fimleika? Ég held ekki! Fimleikafélög landsins….hugsið ykkar gang. Íþróttir eiga að vera fyrir ALLA!“Enginn að maka krókinn í fimleikunumVísir bar þau atriði sem Árni Sigurður kemur inná í pistli sínum undir Arnar Ólafsson, formann Fimleikasambands Íslands. Hann segir þetta ekki nákvæmt hjá Árna Sigurði. Þátttökugjaldið á FSÍ mót er 2.600 krónur. Félagið sem heldur mótið borgar svo helminginn af því. „Þetta til að búa til hvata fyrir félög að halda svona mót, það er kostnaðarsamt. Þessi upphæð, ég veit ekki hvernig hún er til komin? Það er undir hverju félagi komið hvernig þau rukka. Og allur gangur á því.“Arnar formaður. Hann á strák í fótbolta í Breiðablik, og þar er kostnaðurinn svipaður: árgjald sem nemur 100 þúsund krónum.Þá segir Arnar að það sé misskilningur að yngri en 16 ára greiði aðgangsgjöld. Hann þekkir þetta tiltekna dæmi ekki en FSÍ fylgi því eftir að frítt sé fyrir 16 ára og yngri.En, er þetta ekki augljóslega eitthvað gróðadæmi? „Ég held að maðurinn ætti að kynna sér ársreikninga fimleikafélaganna, þar er enginn að maka krókinn þar. En, ég á mjög erfitt með að kommentera mikið á þetta. Þekki ekki nákvæmlega hvað hann er að fara, í þessu tiltekna dæmi.“Kannast við árgjald sem nemur 120 þúsund krónumFormaðurinn bendir á að það standist ekki að það hafi verið 11 hundruð þátttakendur, á þessu tiltekna móti hafi verið 980 þátttakendur, þannig að ljóst má vera að Árni Sigurður sé að ýkja. „Hann er að gefa sér forsendur sem eru ekki réttar. Fyrir utan að það mæta alls ekki allir með foreldra með sér. Hvað þá að það fylgi hverju barni 2,5, það er ekki verið að selja mörg þúsund miða á svona mót. Það stenst ekki. Og ekki eru allir sem greiða inn, fararstjórar, dómarar sem greiðir ekkert inn. Mikill meirihluti áhorfenda er yngri en 16 ára, á svona móti.“En, 120.000 - 200.000 árgjald sem kostar fyrir börn í fimleika. Má það ekki heita býsna vel í lagt? „Það eru 13 þúsund iðkendur á Íslandi, rúmlega, samkvæmt tölum frá apríl síðastliðnum, tölur fyrir 2014. Við teljum að þetta sé að þokast nær 15 þúsund núna. Þannig að ... ég veit ekki, hvaðan hann hefur þessar tölur. Öll félögin auglýsa sín æfingagjöld á sínum síðum. Ég hef ekki rekist á neitt í líkingu við 200 þúsund, 120 þúsund er til og það eru þá krakkar sem eru að æfa allt að 16 tíma á viku,“ segir Arnar. Hann segir að fimleikar séu ein af fáum íþróttagreinum sem standa undir sér. Það eru allskonar ástæður fyrir því. Og því fylgir mikill kostnaður að vera í fimleikum.Svipaður kostnaður og að reka krakka í fótboltaEn, eru hinir efnaminni ekki einfaldlega útilokaðir frá þátttöku? „Ég ætla ekki að leggja dóm á það. Þú getur borið þetta saman við margar aðrar íþróttir. Munar litlu í verði. ÉG er að greiða svipaða upphæð fyrir strákinn minn í fótbolta í Breiðablik. 100 þúsund, ég held að fólk ætti að anda rólega og skoða hvernig landslagið er. Það er skortur á fólki til að koma að þjálfun. Ekkert dýrara en hvað annað. Maður verður að horfa í það hvað þetta eru margir tímar, iðkendur per þjálfara, hvað áhöldin kosta, hver er aðkoma sveitarfélagsins og svo framvegis og framvegis, milljón breytur í þessu sem hafa áhrif á kostnað. Öll félögin í dag eru að reyna að berjast við að halda niðri kostnaði við æfingar. Ég get fullvissað þig um það. Við erum með félög sem eru með hátt í 2000 iðkendur með yfirbyggingu uppá 3 starfsmenn. þetta er fólk sem er að vinna undir gríðarlegu álagi, ef eitthvað er þyrftu að vera miklu fleiri að vinna við þetta. Ekki eins og það sé einhver yfirbygging eða peningar að fara á einhverja óeðlilega staði, heldur er þetta einfaldlega kostnaðurinn.“ERU FIMLEIKAR ÍÞRÓTT HINNA EFNAMEIRI FORELDRA?Ég var að koma af mínu fyrsta Bikarmóti í fimleikum á ævinni. Gríðarlega...Posted by Árni Sigurður Pétursson on 28. febrúar 2016
Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira