Erlent

Ráðherraskipti í Danmörku

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Eva Kjer Hansen sagði af sér eftir ólguna undanfarna viku.
Eva Kjer Hansen sagði af sér eftir ólguna undanfarna viku. vísir/epa
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í gær tvo nýja ráðherra, sem tekið hafa sæti í ríkisstjórn hans.

Töluverð átök hafa verið um stjórnina, sem er minnihlutastjórn hægri flokksins Venstre, allt frá því Íhaldsflokkurinn lýsti því yfir fyrir viku að hann bæri ekki lengur traust til Evu Kjer Hansen, sem var umhverfis- og matvælaráðherra stjórnarinnar.

Løkke Rasmussen studdi samt þétt við bakið á henni og neitaði að víkja henni úr embætti, en reyndi í staðinn að fá formenn stuðningsflokka stjórnarinnar til að semja um aðra niðurstöðu.

Á laugardaginn tilkynnti svo Eva Kjer Hansen honum að hún segði af sér embætti. Í stað hennar tekur nú Esben Lunde Larsen við sem umhverfis- og matvælaráðherra. Hann hefur verið mennta- og rannsóknarmálaráðherra, en við þeirri stöðu tekur Ulla Tørnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×