Bayern Munchen vann FC Köln með minnsta mun í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en eftir sigurinn er Bayern með átta stiga forskot.
Bæjarar fóru áfram í Meistaradeildinni eftir framlengingu í vikunni, en Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins á tíundu mínútu og þar við sat.
Dortmund spilar ekki fyrr en á morgun, en þá mætir liðið Alfreði Finnbogasyni og félugum í Augsburg. Þá geta þeir minnkað forskot Bayern aftur í fimm stig.
Hertha Berlin er að gera frábæra hluti, en þeir sitja í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Ingolstadt. Genki Haraguchi og Salomon Kalou skoruðu mörk Herthu.
André Schürrle bjargaði stigi fyrir Wolfsburg gegn Darmstadt á heimavelli, en hann jafnaði metin í uppbótartíma. Wolfsburg er í áttunda sæti deildarinnar.
Úrslit dagsins:
FC Köln - Bayern Munchen 0-1
Hamburger SV - Hoffenheim 1-3
Hertha Berlin - Ingolstadt 2-1
Werder Bremen - Mainz 05 1-1
Wolfsburg - Darmstadt 1-1
Naumur sigur Bayern í Köln
Anton Ingi Leifsson skrifar
