Erlent

Frans páfi opnar eigin Instagram-reikning

Atli Ísleifsson skrifar
Frans páfi og forstjóri Instagram, Kevin Systrom, áttu saman fund í síðasta mánuði.
Frans páfi og forstjóri Instagram, Kevin Systrom, áttu saman fund í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Frans páfi mun bætast í hóp Instagram-notenda á laugardaginn. Áhugasamir munu þá geta fylgst betur með viðburðaríku lífi páfa, en notendanafn hans verður „Franciscus“.

Ekki er langt síðan páfi átti fund með Kevin Systrom, forstjóra Instagram, þar sem þeir ræddu mikilvægi ljósmynda þegar kæmi að því að tengja saman fólk af ólíkum uppruna og með ólík móðurmál.

Páfagarður hefur komið sterkur inn í netheima að undanförnu með því að stofna reikninga á hinum ýmsu samfélagsmiðlum til að tengjast betur kaþólikkum og fleirum víðs vegar um heim.

Mikið hefur fjallað um að Frans páfi þykir alþýðlegri í framkomu en forvarar sínir í embætti.

Páfagarður starfrækur nú þegar opinbera reikninga á Facebook, Twitter og nú Instagram. Frans páfi er svo með einkareikning á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×