Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 12:11 Vísir Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira