Risið upp úr öskunni og nýtt líf hafið Atli Sigurjónsson skrifar 17. mars 2016 12:00 Phoenix segir frá gyðingnum Nelly sem lifði af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni en varð afskræmd í framan. Phoenix Kvikmynd á Þýskum dögum í Bíó Paradís Byggð á skáldsögu eftir Hubert Monteilhet Leikstjóri: Christian Petzold Handrit: Christian Petzold og Haron Farucki Aðalhlutverk: Nina Hoss, Ronald Zehrfeld og Nina Kunzendorf. Phoenix er nýjasta mynd þýska leikstjórans Christians Petzold sem hefur getið sér gott orð undanfarin ár og er í dag talinn einn helsti leikstjóri Þýskalands. Hann er líklega þekktastur fyrir mynd sína Barbara frá 2012. Phoenix segir frá gyðingnum Nelly (Nina Hoss) sem lifði af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni en varð afskræmd í framan. Stuttu eftir lok stríðsins fer Nelly í lýtaaðgerð en læknunum tekst ekki að láta hana líta eins út og hún gerði fyrir afskræminguna. Nelly kemst svo að því að maðurinn hennar, Johnny (Ronald Zehrfeld), sveik hana til nasistanna en hún ákveður samt að leita hann uppi og ná saman við hann aftur. En loks þegar hún hittir manninn sinn aftur þekkir hann hana ekki í sjón. Upphefst þá mikil svikamylla. Hér er tekist á við mörg málefni, bæði endurbyggingu Þýskalands eftir stríðið og hvernig eftirlifandi gyðingar byrjuðu nýtt líf (t.d. er mjög áhugavert þegar gyðingarnir tala um að flytja til Palestínu, enda nokkur ár þarna í að Ísraelsríki verði stofnað). En einnig er hér á ferðinni eins konar „film noir“ mynd um ástir og svik. Titill myndarinnar segir líka ansi mikið, hann er bæði vísun í skemmtistað sem atburðarásin hverfist um að einhverju leyti og sömuleiðis er þetta vísun í fuglinn Fönix sem reis úr öskunni. Fönix er í þessu tilliti bæði þýska ríkið, gyðingarnir og Nelly sjálf. Petzold sýnir hér mikið öryggi bak við myndavélina enda er Phoenix afskaplega vel leikstýrt og tæknilega er hún mjög vönduð. Petzold veit nákvæmlega hvert hann á að beina myndavélinni og nær réttum takti í myndinni. Stígandin er tiltölulega hæg og það virðist sem lítið sé að gerast, en í raun er fullt að gerast, bæði á yfirborðinu og undir því. Það sem er að gerast undir yfirborðinu er í raun það sem allt snýst um þar sem þetta er að einhverju leyti mynd um bælingu, bælingu á sjálfinu og bælingu á fortíðinni. Þetta er mynd sem læðist að áhorfandanum, heldur honum allan tímann og byggir upp að hreint mögnuðum endi þar sem þræðir sögunnar eru listavel hnýttir saman. Handritið er þó ekki gallalaust. Sagan er áhugaverð og spennandi en engu að síður ekki fullkomlega trúverðug. Til dæmis er hegðun eiginmanns Nelly ekki alltaf nógu sannfærandi, bæði hvernig hann grunar ekkert að þarna sé konan hans á ferðinni og sömuleiðis áætlanir hans með hana. Eins er ein lykilpersóna í myndinni látin fara um miðbik sögunnar á mjög skringilegan hátt sem kemur eiginlega upp úr þurru, eins og þessi persóna hafi ekki verið nauðsynleg lengur fyrir söguna en handritshöfundarnir ekki alveg vitað hvað ætti að gera með hana. En þessir gallar koma samt ekki verulega niður á sögunni og hún heldur svip sínum að mestu þrátt fyrir þá. Niðurstaða: Einkar vel samansett og snjöll mynd sem heldur áhorfandanum allan tímann fram að mögnuðum endalokum. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler "Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 8. mars 2016 10:30 Enn ein nasistamyndin Myndin er mjög fagmannlega gerð og stórvel leikin en í grunninn er þetta bara enn ein nasistamyndin og gerir lítið sem hefur ekki verið gert áður og betur. 16. mars 2016 11:30 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Phoenix Kvikmynd á Þýskum dögum í Bíó Paradís Byggð á skáldsögu eftir Hubert Monteilhet Leikstjóri: Christian Petzold Handrit: Christian Petzold og Haron Farucki Aðalhlutverk: Nina Hoss, Ronald Zehrfeld og Nina Kunzendorf. Phoenix er nýjasta mynd þýska leikstjórans Christians Petzold sem hefur getið sér gott orð undanfarin ár og er í dag talinn einn helsti leikstjóri Þýskalands. Hann er líklega þekktastur fyrir mynd sína Barbara frá 2012. Phoenix segir frá gyðingnum Nelly (Nina Hoss) sem lifði af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni en varð afskræmd í framan. Stuttu eftir lok stríðsins fer Nelly í lýtaaðgerð en læknunum tekst ekki að láta hana líta eins út og hún gerði fyrir afskræminguna. Nelly kemst svo að því að maðurinn hennar, Johnny (Ronald Zehrfeld), sveik hana til nasistanna en hún ákveður samt að leita hann uppi og ná saman við hann aftur. En loks þegar hún hittir manninn sinn aftur þekkir hann hana ekki í sjón. Upphefst þá mikil svikamylla. Hér er tekist á við mörg málefni, bæði endurbyggingu Þýskalands eftir stríðið og hvernig eftirlifandi gyðingar byrjuðu nýtt líf (t.d. er mjög áhugavert þegar gyðingarnir tala um að flytja til Palestínu, enda nokkur ár þarna í að Ísraelsríki verði stofnað). En einnig er hér á ferðinni eins konar „film noir“ mynd um ástir og svik. Titill myndarinnar segir líka ansi mikið, hann er bæði vísun í skemmtistað sem atburðarásin hverfist um að einhverju leyti og sömuleiðis er þetta vísun í fuglinn Fönix sem reis úr öskunni. Fönix er í þessu tilliti bæði þýska ríkið, gyðingarnir og Nelly sjálf. Petzold sýnir hér mikið öryggi bak við myndavélina enda er Phoenix afskaplega vel leikstýrt og tæknilega er hún mjög vönduð. Petzold veit nákvæmlega hvert hann á að beina myndavélinni og nær réttum takti í myndinni. Stígandin er tiltölulega hæg og það virðist sem lítið sé að gerast, en í raun er fullt að gerast, bæði á yfirborðinu og undir því. Það sem er að gerast undir yfirborðinu er í raun það sem allt snýst um þar sem þetta er að einhverju leyti mynd um bælingu, bælingu á sjálfinu og bælingu á fortíðinni. Þetta er mynd sem læðist að áhorfandanum, heldur honum allan tímann og byggir upp að hreint mögnuðum endi þar sem þræðir sögunnar eru listavel hnýttir saman. Handritið er þó ekki gallalaust. Sagan er áhugaverð og spennandi en engu að síður ekki fullkomlega trúverðug. Til dæmis er hegðun eiginmanns Nelly ekki alltaf nógu sannfærandi, bæði hvernig hann grunar ekkert að þarna sé konan hans á ferðinni og sömuleiðis áætlanir hans með hana. Eins er ein lykilpersóna í myndinni látin fara um miðbik sögunnar á mjög skringilegan hátt sem kemur eiginlega upp úr þurru, eins og þessi persóna hafi ekki verið nauðsynleg lengur fyrir söguna en handritshöfundarnir ekki alveg vitað hvað ætti að gera með hana. En þessir gallar koma samt ekki verulega niður á sögunni og hún heldur svip sínum að mestu þrátt fyrir þá. Niðurstaða: Einkar vel samansett og snjöll mynd sem heldur áhorfandanum allan tímann fram að mögnuðum endalokum.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler "Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 8. mars 2016 10:30 Enn ein nasistamyndin Myndin er mjög fagmannlega gerð og stórvel leikin en í grunninn er þetta bara enn ein nasistamyndin og gerir lítið sem hefur ekki verið gert áður og betur. 16. mars 2016 11:30 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler "Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 8. mars 2016 10:30
Enn ein nasistamyndin Myndin er mjög fagmannlega gerð og stórvel leikin en í grunninn er þetta bara enn ein nasistamyndin og gerir lítið sem hefur ekki verið gert áður og betur. 16. mars 2016 11:30