Erlent

Bandaríkjamenn mótmæla fangelsun Warmbier harðlega

Atli Ísleifsson skrifar
Sök Warmbier var sú að taka áróðursspjald sem hékk uppi á vegg á hóteli hans.
Sök Warmbier var sú að taka áróðursspjald sem hékk uppi á vegg á hóteli hans. Vísir/AFP
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem fangelsun hins 21 árs gamla háskólastúdents Otto Warmbier er mótmælt.

Pilturinn var á dögunum dæmdur til fimmtán ára langrar þrælkunarvinnu í Norður-Kóreu og hefur málið vakið mikla athygli.

Sök Warmbier var sú að taka áróðursspjald sem hékk uppi á vegg á hóteli hans í janúar og ætlaði hann að fara með það heim sem minjagrip. Fyrir þetta var hann dæmdur fyrir glæpi gegn ríkinu.

Þessu mótmælir ráðuneytið harðlega og minni á þær ráðleggingar sem lengi hafa verið í gildi, að bandarískir borgarar ferðist ekki til Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×