Erlent

Handtóku fjóra grunaða hryðjuverkamenn í París

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikill órói ríkir enn í París eftir hryðjuverkaárásir í nóvember sem kostuðu 130 manns lífið.
Mikill órói ríkir enn í París eftir hryðjuverkaárásir í nóvember sem kostuðu 130 manns lífið. Vísir/EPA
Þrír karlmenn og ein kona voru í morgun handtekin í París grunuð um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás. Að því er franskir miðlar greina frá, höfðu öryggisstofnanir þar í landi fylgst með fjórmenningunum um nokkra hríð vegna meintra tenglsa þeirra við íslamskar öfgahreyfingar.

Ekki er vitað til þess að handtökurnar tengist umfangsmiklum lögregluaðgerðum í belgísku höfuðborginni Brussel í dag og í gær, þar sem árásarmaður skaut á lögreglumenn og var sjálfur skotinn til bana.

Leyniþjónusta Frakklands segir að fjórmenningarnir í París hafi ætlað að gera hryðjuverkaárás í miðborg Parísar í náinni framtíð.  Að minnsta kosti einn þeirra handteknu var þegar á sakaskrá.

Mikill órói ríkir enn í París eftir hryðjuverkaárásir í nóvember sem kostuðu 130 manns lífið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×