Fótbolti

Kraftaverkamaðurinn áfram með norður-írska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
O'Neill fagnar EM-sætinu ásamt Steven Davis, fyrirliða Norður-Írlands.
O'Neill fagnar EM-sætinu ásamt Steven Davis, fyrirliða Norður-Írlands. vísir/getty
Michael O'Neill, þjálfari norður-írska landsliðsins í fótbolta, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnusambandið þar í landi.

O'Neill hefur gert frábæra hluti með Norður-Írland á undanförnum árum en stærsta afrek hans var að koma liðinu á EM í Frakklandi í sumar.

Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem Norður-Írar verða með í lokakeppni stórmóts og jafnframt í fyrsta sinn sem þeir komast í lokakeppni EM. Þar verða þeir í riðli með heimsmeisturum Þýskalands, Póllandi og Úkraínu.

Norður-Írar unnu sinn riðil í undankeppni EM 2016 en ásamt þeim samanstóð riðilinn af Rúmeníu, Færeyjum, Grikklandi, Finnlandi og Ungverjalandi.

O'Neill, sem er 46 ára gamall, hefur verið við stjórnvölinn hjá norður-írska landsliðinu frá 2011. Hann lék sjálfur 31 landsleiki fyrir Norður-Írland á árunum 1988-96.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×