Tvö þingmannamál Páls Vals samþykkt á þingi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:27 Þingmannamál ná sjaldan að fara alla leið á Alþingi en Páll Valur fékk tvö mál samþykkt í dag; eina þingsályktun og eina lagabreytingu. Mynd/Björt framtíð Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016 Alþingi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016
Alþingi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira