Enski boltinn

Stækkun Anfield gengur vel | Sjáðu framkvæmdirnar á vellinum úr lofti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá Anfield.
Frá Anfield. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool stendur í miklum framkvæmdum við heimavöllinn sinn þessa dagana en verið er að stækka Anfield töluvert.

Anfield tekur í dag um 45.500 manns í sæti en eftir allar þessar breytingar mun völlurinn taka 59 þúsund manns. Heimavöllur Liverpool hefur verið alltof lítill alltof lengi en í stað þess að byggja nýjan völl var farin sú leið og byggja við Anfield.

Stækkun aðalstúkunnar er nú langt komin en byggt hefur verið ofan á "The Main Stand" stúkuna sem skilar fjölgun upp á 8500 sæti. The Anfield Road Stand verður einnig stækkuð sem mun skila af sér 4800 sætum til viðbótar.

Liverpool reiknar með að allir vinnu við stækkunina verði lokið fyrir 2016-17 tímabilið. Það ættu því að vera tæplega 60 þúsund manns á fyrsta leik í ágúst.

Liverpool leyfir stuðningsmönnum sínum að fylgjast vel með framkvæmdunum og nú síðast var sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu félagsins sem sýnir gang framkvæmdanna úr lofti.  Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.

A stunning view of the new Main Stand... Enjoy!

Posted by Liverpool FC on 15. mars 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×