Kristján gerir „mjög alvarlega athugasemdir“ við svar Bjarna um Borgunarmálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:11 Heitar umræður í þingsal um skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum þingmanns Samfylkingarinnar um Borgunarmálið. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með. Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með.
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira