Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 18:57 „Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent