Enski boltinn

Framkvæmdastjóri Liverpool hættir á næsta ári

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ian Ayre réð Jürgen Klopp til starfa.
Ian Ayre réð Jürgen Klopp til starfa. vísir/getty
Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, lætur af störfum hjá félaginu eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Ayre kom til starfa hjá Liverpool árið 2007 sem yfirmaður markaðsmála en var svo gerður að framkvæmdastjóra árið 2013. Hann er maðurinn sem hefur komið á stöðugleika hjá félaginu eftir að bandaríski fjárfestingahópurinn FSG keypti það.

„Ian sagði okkur frá þessari ákvörðun sinni fyrir nokkrum mánuðum. Við höfum nokkrum sinnum beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína en við höfum ekki fengið hann til að hætta við að hætta,“ segir John W. Henry, stjórnarformaður Liverpool.

„Undir hans leiðstögn höfum við séð Liverpool fara úr því að vera félag á leið gjaldþrot í það að vera félag með sterka fjárhagsstöðu.“

Ayre segir sjálfur: „Að verða framkvæmdastjóri LIverpool er mesti heiður sem mér hefur hlotnast á minni ævi. Ákvörðunin að hætta er sú erfiðasta sem ég hef þurft að taka á minni ævi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×