Erlent

Pútin skipar hernum að yfirgefa Sýrland

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP
Vladimir Putin, forseti Rússlands, skipaði yfirmönnum hersins að flytja mest allan herafla þeirra í Sýrlandi aftur heim. Hann sagði Rússa hafa náð markmiðum sínum með hernaðaríhlutuninni. Putin sagðist vona til þess að brottflutningur herafla Rússa frá Sýrlandi myndi hjálpa til við friðarviðræður.

Flutningarnir eiga að hefjast á morgun. Forsetinn sagði þó að Rússar ættu að taka meiri þátt í friðarviðræðunum. Þær hófust að nýju í Genf í dag.

Samkvæmt Reuters hefur Putin sagt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, frá ákvörðun sinni. Ekki liggur fyrir hve stóran hluta herafla Rússa eigi að flytja aftur heim, né hvenær flutningunum eigi að ljúka. Rússar munu enn vera mið viðveru í flugstöð sinni í Latakiahéraði og í flotastöð sinni í Tartous.

Þá segir á vef rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af ríkinu, að samkvæmt Putin hafi her Rússlands hafi sýnt fagmennsku og að hermenn hafi unnið vel saman.




Tengdar fréttir

Sýrlendingar mótmæla í vopnahléinu

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa notað tækifærið í stuttu vopnahléi til þess að mótmæla stjórn Bashars al Assad forseta, sem þeir kenna enn alfarið um borgarastyrjöldina sem nú hefur staðið yfir í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×