Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2016 13:29 "Spítalinn þolir ekki neina bið. Hann er í rauninni sprunginn eins og hver maður veit," segir Jóhannes. Visir/GVA Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala, segir starfsemi spítalans ekki þola nýja staðarvalsgreiningu eða frekari bið. Ummæli forsætisráðherra um að reisa eigi spítala við Vífilsstaði séu til þess fallin að skapa óöryggi og erfiðleika. „Ummælin eru mjög óvænt og skapa ákveðna erfiðleika. Það er búið að tala um þessa uppbyggingu við Hringbraut síðan upp úr árinu 2000 og ákvörðun lá fyrir árið 2001 eftir fyrstu skoðun. Síðan hefur þetta margoft verið skoðað og margoft verið í umræðunni,“ segir hann.Orð ráðherrans vegi þyngra en orð mannsins á götunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því fyrir fyrir helgi að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboði Garðabæjar um að ráðast í uppbyggingu nýs Landspítala við Vífilsstaði. Hann sagðist alltaf hafa haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðaruppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Þetta er náttúrulega mjög óþægilegt gagnvart framkvæmdinni þegar hún er í rauninni komin af stað, að þetta komi úr þessari átt. Þetta eru þyngri orð heldur en kannski mannsins á götunni. Það er auðvitað og eðlilega skoðanamunur um það hvar eigi að byggja upp svona stórar stofnanir en það er búið að vinna að þessu í öll þessi ár og þetta veldur óöryggi,“ segir Jóhannes. Allar staðsetningar hafi sína kosti og galla og ótækt sé að frekari bið verði á framkvæmdunum.Þolir enga bið „Spítalinn þolir ekki neina bið. Hann er í rauninni sprunginn eins og hver maður veit. Ef það væri farið að byrja upp á nýtt með nýju þrasi um staðsetningu, því það verður auðvitað alltaf. Það eru allar staðsetningar sem hafa einhverja ókosti og einhverja kosti. Það yrði þá nýtt mat á því með öllum þeim ótal skoðunum sem fólk virðist nú hafa á flestum hlutum, jafnvel þó það hafi ekki kynnt sér staðreyndirnar mjög mikið. En ég held að starfsemin þoli það ekki að þetta dragist eitthvað. Við erum fallin á tíma með þetta. Spítalinn er sprunginn.“ Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að nýjan spítala eigi að reisa við Hringbraut. „Það sem kannski vegur þyngst að mínu mati eru akkúrat tengslin við þetta háskólaumhverfi sem þarna er og tengslin við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og þær greinar sem eru í Háskólanum í Reykjavík sem tengjast þessari starfsemi er megin ástæðan fyrir því að hann sé best settur þarna.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að fyrst þyrfti þingflokkurinn að fara yfir þessi mál, sem eflaust verði í dag eða næstu daga. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Forstjóri Landspítala segir það stórhættulegt að tefja frekar byggingu nýs sjúkrahúss 11. mars 2016 20:15 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala, segir starfsemi spítalans ekki þola nýja staðarvalsgreiningu eða frekari bið. Ummæli forsætisráðherra um að reisa eigi spítala við Vífilsstaði séu til þess fallin að skapa óöryggi og erfiðleika. „Ummælin eru mjög óvænt og skapa ákveðna erfiðleika. Það er búið að tala um þessa uppbyggingu við Hringbraut síðan upp úr árinu 2000 og ákvörðun lá fyrir árið 2001 eftir fyrstu skoðun. Síðan hefur þetta margoft verið skoðað og margoft verið í umræðunni,“ segir hann.Orð ráðherrans vegi þyngra en orð mannsins á götunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því fyrir fyrir helgi að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboði Garðabæjar um að ráðast í uppbyggingu nýs Landspítala við Vífilsstaði. Hann sagðist alltaf hafa haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðaruppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Þetta er náttúrulega mjög óþægilegt gagnvart framkvæmdinni þegar hún er í rauninni komin af stað, að þetta komi úr þessari átt. Þetta eru þyngri orð heldur en kannski mannsins á götunni. Það er auðvitað og eðlilega skoðanamunur um það hvar eigi að byggja upp svona stórar stofnanir en það er búið að vinna að þessu í öll þessi ár og þetta veldur óöryggi,“ segir Jóhannes. Allar staðsetningar hafi sína kosti og galla og ótækt sé að frekari bið verði á framkvæmdunum.Þolir enga bið „Spítalinn þolir ekki neina bið. Hann er í rauninni sprunginn eins og hver maður veit. Ef það væri farið að byrja upp á nýtt með nýju þrasi um staðsetningu, því það verður auðvitað alltaf. Það eru allar staðsetningar sem hafa einhverja ókosti og einhverja kosti. Það yrði þá nýtt mat á því með öllum þeim ótal skoðunum sem fólk virðist nú hafa á flestum hlutum, jafnvel þó það hafi ekki kynnt sér staðreyndirnar mjög mikið. En ég held að starfsemin þoli það ekki að þetta dragist eitthvað. Við erum fallin á tíma með þetta. Spítalinn er sprunginn.“ Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að nýjan spítala eigi að reisa við Hringbraut. „Það sem kannski vegur þyngst að mínu mati eru akkúrat tengslin við þetta háskólaumhverfi sem þarna er og tengslin við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og þær greinar sem eru í Háskólanum í Reykjavík sem tengjast þessari starfsemi er megin ástæðan fyrir því að hann sé best settur þarna.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að fyrst þyrfti þingflokkurinn að fara yfir þessi mál, sem eflaust verði í dag eða næstu daga.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Forstjóri Landspítala segir það stórhættulegt að tefja frekar byggingu nýs sjúkrahúss 11. mars 2016 20:15 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Forstjóri Landspítala segir það stórhættulegt að tefja frekar byggingu nýs sjúkrahúss 11. mars 2016 20:15
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39