Enski boltinn

Góður dagur fyrir United og agamálin | Fellaini slapp líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini í baráttunni við Emre Can,
Marouane Fellaini í baráttunni við Emre Can, Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu taldi ekki ástæðu til að refsa Manchester United leikmanninum Marouane Fellaini fyrir meint olnbogaskot sitt í leik gegn Liverpool og sleppur enska félagið í bálum málum sem þóttu líkleg til að fara inn á borð hjá aganefnd UEFA.

Marouane Fellaini virtist gefa Liverpool-manninum Emre Can olnbogaskot undir lok fyrri leiks liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

UEFA gaf það út í dag að Marouane Fellaini verði ekki kærður og því mun hann geta spilað seinni leik liðanna á Old Trafford á fimmtudagskvöldið.

Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og er því í ágætri stöðu en Manchester United hafði unnið báða deildarleiki liðanna þar á meðal 3-1 sigur á Old Trafford. Liverpool færi áfram á útivallarmarki yrði það úrslitin á fimmtudaginn.

Fyrr í dag kom það einnig í ljós að Manchester United verður ekki refsað fyrir söngva stuðningsmanna félagsins um Hillsborough harmleikinn.


Tengdar fréttir

Manchester United sleppur | Ekki refsað af UEFA

Manchester United verður ekki refsað af Knattspyrnusambandi Evrópu vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í fyrri leiknum á móti Liverpool í sextán liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Firmino: Klopp er sá besti

Brasilíumaðurinn Roberto Firmino er ekki í vafa um að Jürgen Klopp sé besti knattspyrnustjórinn sem hann hefur spilað fyrir. Hann þakkar Klopp frammistöðu sína að undanförnu en brasilíski framherjinn byrjaði ekki vel hjá Liverpool en það breyttist við komu Þjóðverjans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×