John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. mars 2016 10:36 Oliver segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. Vísir John Oliver tók fyrir deilu bandarísku alríkislögreglunnar FBI við Apple um hvort þvinga eigi fyrirtækið til að búa til bakdyr að snjalltækjum fyrirtækisins í þætti sínum í gærkvöldi. Deilt er um hvort með því að þvinga fyrirtækið til að búa til bakdyr sé ríkið komið með lykil að öllum snjalltækjum sem fyrirtækið hefur selt. Eins og Vísir hefur áður fjallað um snýst deilan um hvort Apple eigi að skaffa FBI kóða sem gerir þeim kleift að gera ótakmarkaðar tilraunir til að giska á lykilorð á iPhone 5c síma Syed Rizwan Farook, annars þeirra sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en lögregla skaut hann og konu hans til bana. Oliver sagði að Bandaríkin myndi tæplega sitja ein að þessari tækni, verði hún til. „Mörg lönd í heiminum, þar á meðal Rússland og Kína, fylgjast með þessari umræðu og munu væntanlega búast við sambærilegum aðgangi,“ sagði hann. „Og eins og þú veist þá bera Rússland og Kína jafn mikla virðingu fyrir friðhelgi einkalífs og graðir unglingar í eitís gamanmynd.“ Sjálfur tók Oliver afstöðu með Apple í málinu. „Sterk dulkóðun hefur sína ókosti; vernda terrorista til dópsóla til barnaklámhringja. En ég tel að hættan á að veikja dulkóðun, jafnvel aðeins lítið, jafnvel aðeins fyrir stjórnvöld, er mögulega miklu verra,“ sagði hann en bætti við að hann teldi að Apple ætti að vera hreinskilnara um öryggishættur í tækjum fyrirtækisins. Stöð 2 sýnir þætti John Oliver og á 365 í samstarfi við HBO. Tengdar fréttir Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. 9. mars 2016 12:37 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
John Oliver tók fyrir deilu bandarísku alríkislögreglunnar FBI við Apple um hvort þvinga eigi fyrirtækið til að búa til bakdyr að snjalltækjum fyrirtækisins í þætti sínum í gærkvöldi. Deilt er um hvort með því að þvinga fyrirtækið til að búa til bakdyr sé ríkið komið með lykil að öllum snjalltækjum sem fyrirtækið hefur selt. Eins og Vísir hefur áður fjallað um snýst deilan um hvort Apple eigi að skaffa FBI kóða sem gerir þeim kleift að gera ótakmarkaðar tilraunir til að giska á lykilorð á iPhone 5c síma Syed Rizwan Farook, annars þeirra sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en lögregla skaut hann og konu hans til bana. Oliver sagði að Bandaríkin myndi tæplega sitja ein að þessari tækni, verði hún til. „Mörg lönd í heiminum, þar á meðal Rússland og Kína, fylgjast með þessari umræðu og munu væntanlega búast við sambærilegum aðgangi,“ sagði hann. „Og eins og þú veist þá bera Rússland og Kína jafn mikla virðingu fyrir friðhelgi einkalífs og graðir unglingar í eitís gamanmynd.“ Sjálfur tók Oliver afstöðu með Apple í málinu. „Sterk dulkóðun hefur sína ókosti; vernda terrorista til dópsóla til barnaklámhringja. En ég tel að hættan á að veikja dulkóðun, jafnvel aðeins lítið, jafnvel aðeins fyrir stjórnvöld, er mögulega miklu verra,“ sagði hann en bætti við að hann teldi að Apple ætti að vera hreinskilnara um öryggishættur í tækjum fyrirtækisins. Stöð 2 sýnir þætti John Oliver og á 365 í samstarfi við HBO.
Tengdar fréttir Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. 9. mars 2016 12:37 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. 9. mars 2016 12:37