Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. mars 2016 12:37 Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. Vísir/Getty Images Edward Snowden segir að tilraunir bandarísku alríkislögreglunnar FBI til að fá dómsúrskurð til að skylda Apple til að búa til bakdyraleið inn í stýrikerfi á snjalltækjum fyrirtækisins sé blekkingarleikur. Snowden, sem ræddi málið í gegnum fjarfundarbúnað á málþingi í Bandaríkjunum, segir margar leiðir færar til að ná í upplýsingar úr tækjunum án þess að Apple sé þvingað til að búa til bakdyr á kerfið.FBI ber því við að Apple hafi einstaka tækniþekkingu til að opna iPhone síma. „Með fullri virðingu, það er kjaftæði,“ sagði Snowden, sem heldur til í Moskvu í Rússlandi eftir að hann lak leynigögnum úr NSA, bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, um stórfellda njósnastarfsemi bandarískra yfirvalda á bæði bandarískum og erlendum ríkisborgurum. Tim Cook, forstjóri Apple, með iPhone í hendinni.Vísir/Getty ImagesNotendur Apple snjalltækja, eins og iPhone, geta stillt tækin á þann hátt að upplýsingar á þeim verði óaðgengilegar ef reynt er oftar en 10 sinnum að geta hvert lykilnúmerið inn í tækið er. FBI hefur farið fram á að Apple verði þvingað með dómsúrskurði til að gera lögreglunni kleift að gera ótakmarkaðar tilraunir til þess að geta upp á hvert lykilorðið er án þess að gögnin verði óaðgengileg. Málið snýst fyrst og fremst um iPhone 5c síma Syed Rizwan Farook, annars þeirra sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en lögregla skaut hann og konu hans til bana. Það liggur þó nú þegar fyrir að tæknin verður notuð í fleiri tilvikum. Alríkisdómari hefur nú þegar komist að þeirri niðurstöðu að Apple eigi að aðstoða FBI en fyrirtækið hefur gefið út að það muni ekki hlýta dómsniðurstöðunni. Á Twitter, eftir fundinn, sagði Snowden að tækniheimurinn væri ósammála niðurstöðu FBI um að Apple þurfi að opna leið inn í símana. Vísaði hann meðal annars á bloggfærslu á vef American Civil Liberties Union, ACLU, sem berjast fyrir réttindum bandarískra borgara, þar sem farið er yfir með ítarlegum hætti hvernig FBI gæti nálgast gögnin á símanum án hjálpar Apple. „Hér er eitt dæmi,“ sagði hann í Twitter-skilaboðunum.The global technological consensus is against the FBI. Why? Here's one example: https://t.co/t2JHOLK8iU #FBIvsApple https://t.co/mH1ZXOOQ1E— Edward Snowden (@Snowden) March 8, 2016 Í færslunni sem Snowden vísaði á er farið yfir hvernig þessi vörn í Apple-tækjum virkar. Líkja má kerfinu við kassa með myndum sem geymdur er í læstum kassa, sem svo er geymdur í læstum skáp. Til að geta skoðað myndirnar þarftu lykil bæði að kassanum og skápnum. Ef annar lykillinn týnist eða eyðilegst verða myndirnar óaðgengilegar.Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu.Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitiðÞegar 10 tilraunir hafa verið gerðar til að opna Apple tæki sem er með kveikt á þessari vörn – sem notendur velja sjálfir að gera – er dulkóðunarlykli sem opnar aðgengi að gögnum sem geymd eru á símanum hent. Gögnin sjálf eru enn til staðar en dulkóðuð og ólesanleg. Í færslunni er það rakið hvernig FBI gæti afritað dulkóðunarlykill, sem geymdur er á sérstökum stað í símanum. Hver er þá tilgangurinn með því að ganga á eftir Apple og þvinga fyrirtækið til að hjálpa? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað en bent hefur verið á að það gæti markað nýja stefnu þegar kemur að tæknilegu eftirliti að hægt sé að þvinga fyrirtæki eins og Apple til að greiða aðgang stjórnvalda að dulkóðuðum gögnum. „Í stuttu máli óska þau eftir umboði frá almenningi til valds sem gæti sett öll samskiptakerfi, eins og við þekkjum þau, úr skorðum. Þá biðja þau okkur um leið að treysta þeim til þess að misnota ekki vald sitt,“ segir Daniel Kahn Gillmor, tæknisérfræðingur ACUL, í færslunni sem Snowden vísaði til. Þau eru hins vegar viljandi að villa um fyrir almenningi (og dómskerfinu) til að ná þessum völdum. Sú framkoma er ekki traustvekjandi. Við ættum ekki að láta blekkjast.“ Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49 Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Edward Snowden segir að tilraunir bandarísku alríkislögreglunnar FBI til að fá dómsúrskurð til að skylda Apple til að búa til bakdyraleið inn í stýrikerfi á snjalltækjum fyrirtækisins sé blekkingarleikur. Snowden, sem ræddi málið í gegnum fjarfundarbúnað á málþingi í Bandaríkjunum, segir margar leiðir færar til að ná í upplýsingar úr tækjunum án þess að Apple sé þvingað til að búa til bakdyr á kerfið.FBI ber því við að Apple hafi einstaka tækniþekkingu til að opna iPhone síma. „Með fullri virðingu, það er kjaftæði,“ sagði Snowden, sem heldur til í Moskvu í Rússlandi eftir að hann lak leynigögnum úr NSA, bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, um stórfellda njósnastarfsemi bandarískra yfirvalda á bæði bandarískum og erlendum ríkisborgurum. Tim Cook, forstjóri Apple, með iPhone í hendinni.Vísir/Getty ImagesNotendur Apple snjalltækja, eins og iPhone, geta stillt tækin á þann hátt að upplýsingar á þeim verði óaðgengilegar ef reynt er oftar en 10 sinnum að geta hvert lykilnúmerið inn í tækið er. FBI hefur farið fram á að Apple verði þvingað með dómsúrskurði til að gera lögreglunni kleift að gera ótakmarkaðar tilraunir til þess að geta upp á hvert lykilorðið er án þess að gögnin verði óaðgengileg. Málið snýst fyrst og fremst um iPhone 5c síma Syed Rizwan Farook, annars þeirra sem banaði fjórtán og særði 22 í San Bernardino í Bandaríkjunum í desember áður en lögregla skaut hann og konu hans til bana. Það liggur þó nú þegar fyrir að tæknin verður notuð í fleiri tilvikum. Alríkisdómari hefur nú þegar komist að þeirri niðurstöðu að Apple eigi að aðstoða FBI en fyrirtækið hefur gefið út að það muni ekki hlýta dómsniðurstöðunni. Á Twitter, eftir fundinn, sagði Snowden að tækniheimurinn væri ósammála niðurstöðu FBI um að Apple þurfi að opna leið inn í símana. Vísaði hann meðal annars á bloggfærslu á vef American Civil Liberties Union, ACLU, sem berjast fyrir réttindum bandarískra borgara, þar sem farið er yfir með ítarlegum hætti hvernig FBI gæti nálgast gögnin á símanum án hjálpar Apple. „Hér er eitt dæmi,“ sagði hann í Twitter-skilaboðunum.The global technological consensus is against the FBI. Why? Here's one example: https://t.co/t2JHOLK8iU #FBIvsApple https://t.co/mH1ZXOOQ1E— Edward Snowden (@Snowden) March 8, 2016 Í færslunni sem Snowden vísaði á er farið yfir hvernig þessi vörn í Apple-tækjum virkar. Líkja má kerfinu við kassa með myndum sem geymdur er í læstum kassa, sem svo er geymdur í læstum skáp. Til að geta skoðað myndirnar þarftu lykil bæði að kassanum og skápnum. Ef annar lykillinn týnist eða eyðilegst verða myndirnar óaðgengilegar.Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu.Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitiðÞegar 10 tilraunir hafa verið gerðar til að opna Apple tæki sem er með kveikt á þessari vörn – sem notendur velja sjálfir að gera – er dulkóðunarlykli sem opnar aðgengi að gögnum sem geymd eru á símanum hent. Gögnin sjálf eru enn til staðar en dulkóðuð og ólesanleg. Í færslunni er það rakið hvernig FBI gæti afritað dulkóðunarlykill, sem geymdur er á sérstökum stað í símanum. Hver er þá tilgangurinn með því að ganga á eftir Apple og þvinga fyrirtækið til að hjálpa? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað en bent hefur verið á að það gæti markað nýja stefnu þegar kemur að tæknilegu eftirliti að hægt sé að þvinga fyrirtæki eins og Apple til að greiða aðgang stjórnvalda að dulkóðuðum gögnum. „Í stuttu máli óska þau eftir umboði frá almenningi til valds sem gæti sett öll samskiptakerfi, eins og við þekkjum þau, úr skorðum. Þá biðja þau okkur um leið að treysta þeim til þess að misnota ekki vald sitt,“ segir Daniel Kahn Gillmor, tæknisérfræðingur ACUL, í færslunni sem Snowden vísaði til. Þau eru hins vegar viljandi að villa um fyrir almenningi (og dómskerfinu) til að ná þessum völdum. Sú framkoma er ekki traustvekjandi. Við ættum ekki að láta blekkjast.“
Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49 Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55
Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49
Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48
Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24