Viðskipti innlent

Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lárus Blöndal og Jón Gunnar Jónsson mættu á fund fjárlaganefndar á dögunum.
Lárus Blöndal og Jón Gunnar Jónsson mættu á fund fjárlaganefndar á dögunum. vísir/stefán
Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans á 31,2 prósent eignarhluta í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í morgun.

Bankasýslan telur mikilvægt að Landsbankinn endurheimti traust eigenda sinna, viðskiptavina og fjárfesta sem og almennings í landinu. Telur Bankasýslan að bankaráð Landsbankans verði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn tapaði vegna sölumeðferðarinnar.

Fer stofnunin fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. Það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl.

Bréf Bankasýslunnar er undirritað af Lárusi Blöndal stjórnarformanni og Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×