Erlent

Tyrkir gera loftárásir á uppreisnarmenn Kúrda í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin var gerð við Guven-garðinn í miðborg Ankara.
Árásin var gerð við Guven-garðinn í miðborg Ankara. Vísir/AFP
Flugher Tyrklands gerði loftárásir á stöðvar uppreisnarhópa Kúrda í norðurhluta Íraks í morgun. Árásirnar koma í kjölfar sjálfsvígsárásar í tyrknesku höfuðborginni Ankara í gærkvöldi þar sem 37 fórust.

Fréttastofan Anadolu greinir frá því að níu F-16 þotur og tvær F-4 hafi gert loftárásir á átján stöðvar uppreisnarmanna PKK, frelsishreyfingar Kúrda, meðal annars í Qandil-fjöllum þar sem höfuðstöðvar samtakanna eru.

Lögregla í Tyrklandi réðist einnig til inngöngu á tveimur stöðum í borginni Adana í suðurhluta Tyrklands þar sem grunaðir liðsmenn PKK voru handteknir.

Forseti Tyrkja, Recep Tayyip Erdogan hefur heitið því að vinna bug á hryðjuverkamönnum í landinu eftir árás gærkvöldsins.

Forsetinn segir að bílsprengjan sem sprakk muni einungis herða tyrkneskar öryggissveitir í baráttunni. Auk þeirra sem létust í sprengingunni í Guven almenningsgarðinum særðust 125.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×