Erlent

Minnst 27 látnir í sprengingu í Ankara

Birgir Olgeirsson skrifar
Haft er eftir vitnum að árásin hafi átt sér nærri strætisvagnastöð við götuna Ataturk en BBC segir skrifstofur nokkurra ráðuneyta vera við þá götu.
Haft er eftir vitnum að árásin hafi átt sér nærri strætisvagnastöð við götuna Ataturk en BBC segir skrifstofur nokkurra ráðuneyta vera við þá götu. Vísir/AFP
Talið er að minnst 27 hafi fallið í mikilli sprengingu í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Þá eru minnst 75 særðir. Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC að um bílasprengju hafi verið að ræða sem sprakk í Kizilay-hverfinu. Fólk var rekið af svæðinu af ótta við æðra sprengjuárás, en fjöldi viðbragðsaliða er að störfum á vettvangi árásarinnar.

Haft er eftir vitnum að árásin hafi átt sér nærri strætisvagnastöð við götuna Ataturk en BBC segir skrifstofur nokkurra ráðuneyta vera við þá götu.

Yfirvöld í Tyrklandi lokuðu Twitter, Facebook og Instagram í kjölfar árásarinnar. 

28 manns létust í sprengjuárás í Ankara í síðasta mánuði en kúrdískur skæruliðahópur er sagður bera ábyrgð á þeirri árás. Þá féllu rúmlega hundrað manns í árás í Ankara í október.



#ankara #terörülanetliyoruz

A video posted by BY RAHATSIZZ ( MİSKİN ) (@batuhan0612) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×