Eldra fólk og karlar líklegri til að styðja ríkisstjórnina Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:36 Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00
Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54