Alþjóðaorkumálastofnunin segir að vísbendingar eru um að hrávöruverð á olíu sé að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka á ný.
Stofnunin segir að lægra magn af olíu í umferð sé að valda þessari þróun. Auk þess hefur aukningin í olíu frá Íran ekki valdið þeim óstöðugleika sem búist var við í fyrstu.
Olíuverð hefur lækkað um sjötíu prósent frá því í ágúst 2014 og náði lægstu lægðum þegar það var komið unir 27 dollara á tunnuna. BBC greinir frá því að Alþjóðaorkumálastofnunin eigi von á 750 þúsund færri tunnum af olíu á dag í umferð á árinu. Það séu vísbendingar um að markaðurinn sé að leiðrétta verðið á ný.
Olíuverð náð lægstu lægð

Tengdar fréttir

Sádar sækjast eftir láni
Leitast eftir sex til átta milljörðum til að stoppa upp í fjárlög vegna verðhruns olíu.

Credit Suisse telur ástandið í Evrópu vera alvarlegt
Greiningaraðilar hjá Credit Suisse telja að efnahagsástandið í Evrópu sé mjög veikburða og ekki enn á batavegi eftir erfiða byrjun árs 2016.

Olíuverð lækkar áfram þrátt fyrir samkomulag
Rússar og Sádar hafa samþykkt að auka ekki framleiðslu, fylgi aðrar olíuþjóðir eftir.

Lækkandi olíuverð veldur EKKI hruni á verðbréfamörkuðum
Undanfarið hefur verið samsvörun á milli olíuverðs og verðbréfaverðs – verðbréfamarkaðir hafa haft tilhneigingu til að falla sömu daga og olíuverð hefur fallið.

Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíu
Olíuráðherrar þriggja Opec landa, Sádí arabíu, Katar og Venesúela, auk Rússlands, hafa gert samning um að halda olíuframleiðslu á framleiðslustigi janúarmánðar.