Fótbolti

Hannes á leið í læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hannes Þór Halldórsson er á leið til Bodö í Noregi þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarfélaginu Bodö/Glimt.

Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net í dag en hann var þá staddur í Osló. „Ég er að bíða eftir tengiflugi og fer í læknisskoðun í kvöld. Það liggur fyrir samkomulag milli allra aðila,“ segir Hannes sem býst við því að skrifa undir ef læknisskoðunin fer vel.

Sjá einnig: Hannes á leið til Noregs

Hannes hefur ekkert spilað síðan í haust en þá fór hann úr axlarlið. Endurhæfingin hefur þó gengið vel en Hannes er á mála hjá NEC Nijmegen í hollensku deildinni.

Það eru því ágætar líkur á því að Hannes verði klár í slaginn þegar Ísland mætir Danmörku og Grikklandi í vináttulandsleikjum síðar í þessum mánuði.


Tengdar fréttir

Hannes á leið til Noregs

Landsliðsmarkvörðurinn spilar samkvæmt norskum miðlum með Bodö/Glimt fram að EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×