Menning

Ungæðislegt fjör

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Romanovsky þykir búa yfir yfirburðatækni.
Romanovsky þykir búa yfir yfirburðatækni.
Úkraínski píanóleikarinn Alexander Romanovsky flytur Píanókonsert númer 1 eftir Sergej Rakhmaninoff á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Dima Slobodeniouk.

Rakhmaninoff samdi fyrsta píanókonsertinn aðeins 18 ára gamall. Hann sker sig úr seinni konsertunum fyrir ungæðislegt fjör og ákefð. Einnig mun hljómsveitin leika glaðværa fyrstu sinfóníu Beethovens og Ofviðrið, svítu númer 2, eftir Síbelíus.

Alexander Romanovsky er rétt rúmlega þrítugur en var á 18. aldursári þegar hann vann til 1. verðlauna í Busoni-píanókeppninni á Ítalíu. Hann hefur fengið frábæra dóma fyrir yfirburðatækni og tilfinningaríkan flutning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×