Klopp: Liverpool-Manchester United er móðir allra leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 10:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30
Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30
Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30
Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30
Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20
Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17